Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 7
1948 og hafði að markmiði hernað- arlega, menningarlega, félagslega og fjárhagslega samvinnu þessara þjóða. Nú bætast við í bandalagið Vestur- Þýzkaland og Ítalía um leið og nafni þess og samþykktunr er að nokkru breytt. Samningar um allt þetta hafa nú ver- ið undirritaðir af öllum þeim ríkjum, sem hlut eiga að máli, en eftir er að fullgilda þá og fer sú fullgilding fram á löggjafarþingi hvers ríkis urn sig. Hér er því aðeins um fyrsta áfangann að ræða, og felli t. d. franska þingið sátt- málana — einn eða alla — er allt enn einu sinni hrunið til grunna, sem byggt hefur verið. * A Vesturlöndum fagna menn að von- um þessum fvrsta áfanga, sem er eins og ofurlítill sólargeisli eftir svartnættið, sem skall yfir á Genfarráðstefnunni og með afgreiðslu Frakklands á Evrópu- hernum. Þó er enn þá of snemmt að syngja fagnaðarljóðin, því ýmis ljón geta enn leynst á veginum. Ýmislegt bendir þó til þess, að franska þingið samþykki allar þær breytingar, sem samkomulag varð um í París 23. október. Veldur því tvennt. Annað það, að nú vita Frakkar að verði þeir ekki með upp á þessi býti, einangrast þeir algjörlega frá hinum vestrænu lýðræðisþjóðum, og fá fullan fjandskap Vestur-Þjóðverja, sem þá víg- búast án eftirlits og íhlutunar Frakka. En það sem þó mun mestu ráða.um af- stöðu Frakka er, að með þessum aðgerð- um er Þýzkalandi skipt til fulls í tvö andstæð ríki, og það hefur alla tíð verið hið sameiginlega takmark Rússa og Frakka, að Þýzkaland yrði aldrei aftur sameinað. Tilboð Rússa nú urn sameig- inlegar kosningar í Þýzkalandi og frið- arsamninga við Austurríki, eru aðeins blekkingar, því takmarkið hefur ávallt verið að skipta Þýzkalandi. Og nú er það að fullu gert. Þjóðverjar urðu að skuldbinda sig til þess að virða núver- andi landamæri Vestur-Þýzkalands og lofa því að fara ekki með ófriði á hend- ur Austur-Þýzkalandi. Þessir skilmálar eru fyrst og fremst í þágu Frakka og Rússa, en ekki Þjóðverja sjálfra, sem auðvitað vilja endursameiningu Þýzka- lands. Stjórn Vestur-Þýzkalands er hér eftir mjög bundin í öllum tilraunum til sameiningar alls Þýzkalands, og Rúss- ar mun hér eftir leyfa sér að líta svo á, að fullnaðarskipting hafi farið fram og munu sennilega hætta frekari um- ræðum um sameiningu alls Þýzkalands. Þessu verði hafa Vestur-Þjóðverjar keypt frelsi sitt og sjálfstæði. * Athyglisvert er það, að á sama tíma sem Vesturveldin veita Vestur-Þýzka- landi sjálfstæði á ný og taka það í sam- tök sín — Atlantshafsbandalagið — er Nerú, forsætisráðherra Indlands, á ferðalagi um Kína og leppríki þess. Augljóst er að þar býr eitthvað undir. Nerú hefur haft það við orð að undan- förnu, að segja af sér ráðherradómi, en vafalaust er það fyrirsláttur einber, hver svo sem tilgangurinn með honum er. DAGRENNING 5

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.