Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 24

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 24
að fullu framkvæmd þegar Faðirvorinu hefur verið svarað og Guðs vilji verður „svo á jörðu sem á himni.“ En í loka- köflum síðustu bókarinnar í Biblíunni er afdráttarlaust sagt fyrir, að sá tími sé nú í nánd, er mannleg íulkomnun verði að veruleika og hið illa afmáð: „Og Hann mun þerra hvert tár af aug- um þeirra, og dauðinn mun ekki fram- ar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til, því að hið fvrra er farið.“ í Pýramídanum mikla mi sjá, að komið er að þessari sæluskipan á tíma- skránni, samkvæmt táknum og ártölum inn eftir Drottningarsalnum, að veggn- um, sem fjær er (þ. e. suðurveggnum), og gólfflötur hans táknar svið hinnar mannlegu fullkomnunnar, eins og lýst hefur verið. Svo sem sannað hefur verið í fvrri bókum í þessum flokki, táknar sjálfur Drottningarsalurinn mannlega fullkomnun og þá umbótaþróun, sem að henni styður. Dyrahæðin inn í Drottningarsalinn er 67,6 pýramída- þumlungar, en það táknar hæð hins fullkomna manns. Með því er þó alls ekki sagt, að allir fullkomnir menn verði jafnháir, en eigi að síður verð- ur að taka eitthvert hæfilegt mál til þess að tákna ásigkomulag eða „vöxt“ hins fullkomna manns. Nú eru 67,6 þuml. aðeins rúml. 67þuml., en það er sama hæð og 5/2 íet °g 7 þuml., sem venjulega er talin meðalhæð rétt skap- aðra manna — og þess vegna vel til fallið rúmfræðilegt tákn um sköpulag hins fullkomna manns. Hæðin frá gólfi upp á efri enda loftrásanna á norður og suður veggjunum í Drottningarsaln- um er einnig 67,6 pýramídaþumlung- ar og sama hæð er einnig á stóra inn- skotinu í neðri hluta austurveggsins. Rjáfur lárétta gangsins er einnig í 67,6 þuml. hæð frá gólfinu í Drottningar- salnum. Ennfremur er sama hæð þar sem hallandi rjáfur fyrri uppgangsins, sem nefndur er Lögmálsgangurinn, end- ar og markar þess vegna byrjun loftlín- unnar á lárétta ganginum, en þessi snertipunktur er í lóðréttri línu yfir „skírnarpunktinum", þ. e. suðurenda grunnlínu Messíasarhornsins, sem er á sama hæðarfleti og gólfið í Drottning- arsalnum. Þess vegna er þessi snerti- punktur (við enda Lögmálsgangsins og byrjun loftlínu lárétta gangsins) ná- kvæmlega í 67,6 þuml. hæð frá staðn- um, sem táknar skírn Krists. Þetta sýn- ir á dásamlegan hátt að í skírn sinni hefur Kristur staðið í fullri „stærð“ hins alfullkomna manns og fórnað sínu full- komna, mannlega lífi af frjálsum vilja. En þessi lóðrétta 67,6 þumlunga lína er einnig tengilínan, sem markar byrjun- ina á innskotskerfi láréttu ganganna. í lárétta ganginum eru tveir gólfflet- ir. Gólf fyrri og lengri hluta gangsins er á sérstökum hæðarfleti og gólf styttri hlutans er á sama hæðarfleti og gólfið í Drottningarsalnum, en það er flöt- urinn, sem liggur að „Fullkomnunar- punktinum" í hinum enda Drottning- arsalsins. Þessi lokaflötur af gólfi lárétta gangsins kemur á lóðréttu línuna þar sem lárétti gangurinn byrjar, við „skírn- arpunktinn", sem er tengipunkturinn við grunnlínu Messíasarhornsins og ár- ið, sem þar er markað, samkvæmt þeim sérstaka kvarða, sem á við lárétta ganga- innskotið, er nákvæmlega árið, sem Adam var skapaður, samkvæmt heimild- um elztu og áreiðanlegustu handrita Biblíunnar. (Sjá nánar 2. bók Pýra- mídaútgáfunnar bls. 24—53). Bvrjunin á loftlínu lárétta gangsins er 67,6 þuml. lóðrétt fyrir ofan þennan stað — hæð 22 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.