Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 15
England hefur átt, varð æðsti maður enska þingsins í fjórða sinn, þegar hann var áttræður. Gladstone sagði þetta: „Talið um spurningar dagsins í dag; það er aðeins ein spurning, fagnað- arerindið, og það mun leysa úr öll- um öðrum spurningum. Hann talaði oft um Biblíuna sem „Hið ósigrandi bjarg“. Daníel Webster, stjórnmálamaður- inn mikli, sagði: „Ef vér sem þjóð förum eftir meginreglum og kenningum Biblí- unnar, mun oss farnast vel og halda áfram að vegna vel, en ef vér og afkomendur vorir fyrirlítum varnaðarorð hennar og kenningar, getur enginn sagt um, hvaða óhamingja hann að dynja yfir oss og grafa ljóma vorn í gleymsku. Dr. Milliken, vís- indamaðurinn frægi, segir: „Allir mestu vísindamenn síðustu tvö hundruð ára hafa verið trúmenn.“ (Hann átti við að þeir hefðu verið kristnir menn). Hann byrjar á ísaak Newton, mesta vísinda- manni allra alda, sem var einlægur trú- maður, las mikið Biblíuna og ritaði bók um spádóma Daníels. Síðan nefnir dr. Milliken vísindamanninn mikla, Michael Faraday. Einu sinni þegar hann hafði flutt vísindafyrirlestur fyrir lávarðadeild enska þingsins og marga forystumenn menntamála og vísinda í Englandi og hlotið einróma viðtökur allra viðstaddra, laumaðist hann út til þess að vera á bæna- samkomu hinum megin við götuna, í litlu kirkjunni, sem hann tilheyrði. Næst nefnir hann Louis Pasteur sýklasérfræð- inginn, sem einnig var af alhug kristinn maður. Á þeim tíma trúðu margir vís- indamenn kenningunni um sjálfkrafa æxlun. Louis Pasteur kollvarpaði þessari kenningu með einfaldri sönnun. Hann sagði: „Ég tók svolítinn dropa af vatni (sennilega glas af vatni) einangraði það frá öllum öðrum efnishlutum og sagði: „Þetta er nýr heimur. Vér skulum sjá, hvort hann framleiðir nokkuð. Ég hafði gætur á því, en það framleiddi ekkert. Litlu vísindamennirnir urðu reiðir, en þeir urðu að láta undan og hafna kenn- ingunni. Á síðasta ári seldust 12 millj. eintaka af Biblíunni hjá Ameríska Biblíufélag- inu einu. Það er meira en seist hefur af nokkurri annarri bók frá því að prent- listin kom til sögunnar. Bókin er því ekki alveg orðin úrelt. För pílagrímsins, sem seldist næst bezt, er samin með hliðsjón af Biblíunni, og hún hefur verið þýdd á yfir 100 tungumál. Irwin Moore, ungur maður, vel að sér í vísindum, ferðast landa á milli, prédikar fagnaðarerindið og flytur með sér vísindatæki, sem hann notar til jress að skýra kenningar sínar og styðja þær með vísindalegum sönnun- um. Allstaðar sem hann kemur segir hann: ..Ég gef þessi rannsóknartæki, sem kostuðu 10 þúsund dali, hverjum þeim, sem getur sýnt mér fram á eina vísinda- lega skekkju í Biblíunni." Enginn hefur enn tekið boðinu. Ef þú byggir þér hús er eitt af því síðasta, sem þú gerir, að koma fyrir ljósaútbúnaði og leggja raf- lögnina í herbergin. Síðan þarftu ekki annað en styðja á hnapp í herberginu til þess að það verði uppljómað. Þannig hefur Guð komið leiðslunum fyrir í sál þinni, og allt og sumt, sem þú þarft að gera, er að styðja á hnapp auðmjúkrar og innilegrar bænar, og þá mun sál þín upljómast af ljósinu frá orkustöð himn- anna. Páll segir: „Því að Guð, sem sagði: Ljós skal skína úr myrkri! hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú Krists" (II. Kor. 4: 6). DAGRENN I NG 13

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.