Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 6

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 6
komulaginu, og ef t. v. hefur hann einn- ig tekið upp samninga við Alþýðu- flokkinn um að verða þátttakandi í ríkisstjórn lians, ef sæmilega tækist um frekari samninga við \7esturveldin. Frönsku stjórnmálaflokkarnir vildu fæstir beinlínis hafna Lundúnasam- komulaginu, heldur gera á því breyt- ingar. En þá risu upp Bretar og Banda- ríkjamenn og töldu að annað hvort yrðu Frakkar að samþykkja samkomulagið ó- breytt eða þá að þeir yrðu að sigla sinn sjó, því ekki yrði frá þeirri ákvörðun vikið, að veita Vestur-Þýzkalandi sjálf- stæði og heimild til takmarkaðs vígbún- aðar. Þessar hótanir Breta og Banda- ríkjamanna urðu til þess að frekari um- ræðum var frestað um málið í Frakk- landi, enda lýsti nú Mendes France því yfir, að ekki kæmi til mála að fallast á þetta samkomulag né annað, nema deila Vestur-Þjóðverja og Frakka um Saarhéraðið yrði að fullu leyst áður. Þar með var einn gálgafresturinn feng- inn enn þá. Nú var augljóst, að Frakk- ar hugðust einnig koma þessu samkomu- lagi fyrir kattarnef. Gripu þá Bretar og Bandaríkjamenn til þess að reyna að hraða sem mest hinni formlegu af- greiðslu málsins. Knúðu þeir það fram, að fundur Atlantshafsráðsins yrði haldinn í París um 22. október til Jress að taka frekari ákvörðun um upptöku Vestur-Þjóðverja í bandalagið. \'ar nú stefnt saman Atlantshafsráðinu og full- trúum liins væntanlega nýja bandalags í Parísarborg hinn 22. október, en jafn- hliða var reynt á persónulegum fund- um Adenauers kanzlara Vestur-Þýzka- lands og Mendes France forsætisráð- herra Frakklands, að ná samkomulagi um Saarhéraðið. Það er mikið og við- kvæmt vandamál og vafasamt, að það verði raunar nokkru sinni leyst svo, að báðir aðilar geti við unað. Hinn síðasta sumardag — 22. október 1954 — náð- ist samkomulag um það, að stofna skyldi nýtt bandalag, sem heit skal The West European Union“ eða Bandalag Vestur-Evrópu, og eiga nú aðild að því eftirtalin ríki: Bretland, Vestur-Þýzka- land, Frakkland, Holland, Belgía, Lux- emburg og Ítalía. Bandlag Vestur-Evrópu er fyrst og fremst hernaðarlegt bandalag Vestur-Evrópuþjóða til varnar árásum, sem gera má ráð fyrir frá ríkjum eða ríkjasamböndum í Austur-Evrópu og þá aðallega Ráðstjórnarríkjunum. Hinn sama dag náðist einnig fullt samkomulag um það milli Frakkland, Bretlands og Bandaríkjanna, að hernámi Vestur- Þýzkalands skyldi lokið að fullu og því boðin innganga í Atlantshafsbandalag- ið sem fullvalda og jafnréttháu ríki. Þetta var allt formlega undirritað hinn fyrsta vetrardag — 23. október 1954 — og mun þess dags að líkindum lengi minnzt verða í sögu vestrænna þjóða. # Það, sem raunverulega hefur gerzt nú í stjórnmálum Vestur-Evrópu er þetta: 1. Hernámi Vestur-Þýzkalands, sem staðið liefur í níu ár, er nú að ljúka. 2. Vestur-Þýzkaland verður aðili að Atlantshafsbandalaginu, 15. ríki þess, og verður þar jafnrétthár aðili þeim ríkjum sem fyrir eru. 3. Nýtt bandalag, The West European Union, eða Bandalag Vestur-Evrópu, hefur verið stofnað upp úr Bryssel- bandalaginu, sem Bretar, Frakkar og Beneluxlöndin stofnuðu með sér 4 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.