Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 3

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 3
BAGRENNING 5. TOLUBLAÐ 9. ÁRGANGUR REYKJAVÍK OKTÓBER 1954 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavik. Sími 1196 Vér nútímamenn vöðum í villu um marga hluti, þrátt fyrir hina miklu þekkingu vorrar svokölluðu „upplýstu“ aldar. Vér höfum hafnað mörg- um þeim kenningum, sem forfeður vorir grundvölluðu lífsskoðun sína á, lífsskoðun, sem gerði þá sterka og þrautseiga í harðri og langri baráttu við óblíða náttúru og ill stjómarvöld. Ein þessara grundvallarkenninga forfeðra vorra var sú, að Kristur hefði verið Guðs sonur, kominn til jarð- arinnar með yfirnáttúrlegum og óskiljanlegum hætti til þess að inna hér af hendi mikilsverðasta hlutverkið, sem nokkurri lifandi veru hafði nokkm sinni verið á hendur falið. Síðasta mannsaldurinn — raunar síðustu hundr- að árin eða lengur hefur hin „vísindalega“ guðfræði verið að reyna að leiða rök að því, að frásagnir Biblíunnar um tilkomu Jesú frá Nazaret væm rangar eða villandi. Smátt og smátt hefur það áunnist, að gera þá skoðun almenna, að Jesú Kristur hafi aðeins verið maður, getinn og fæddur að mannlegum hætti. Hann hafi að vísu verið gáfaður og góður maður, líkt og ýmsir aðrir, sem lifðu á undan honum og á eftir honum, en að hann hafi verið Guð eða Guðs-sonur það sé alveg rangt, enda ósamrýmanlegt heil- brigðri skynsemi og „niðurstöðum nútíma vísinda“. En til þess að komast að þessari niðurstöðu verður að hafna eða vefengja fjölmörg atriði í frá- sögnum Nýja testamentisins. Jesús hélt því skýlaust fram við mörg tæki- færi, að hann væri Guðs sonur og af Guði getinn. Þegar Jesús var að útskýra fyrir Nikódemusi, hvemig maðurinn gæti endurfæðzt og komist inn í konungsríki himnanna, ságði hann: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3:16). Til þess að geta trúað á einhvem er fyrst og fremst nauðsynlegt að trúa því, að hann sé sá, sem hann segist vera. Jesús hélt því fram við mörg tækifæri, að hann væri Guð, og hver, sem neitar því, getur ekki verið kristinn maður. Jesús sagði: „Ef þér trúið ekki að ég sé hann (E. Bibl.) þá munuð þér deyja í syndum yðar“ (Jóh. 8:24). Orðið „hann“ er ekki í gríska textanum, en í stað þess orðin „ég er“ (eins og í ísl. Bibl.) en það kallaði Guð sjálf- an sig, þegar hann talaði við Móse úr logandi þyrnirunninum. Gyðingam- ir, sem Jesús talaði við, vissu mætavel, að hann hafði notað Guðs-heit- DAGRENN I NG 1

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.