Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 25
hins fullkomna manns. Þarna sjáum vér því Adam standa í ásigkomulagi hins fullkomna manns, á nákvæmlega sama staðnum, sem Kristur stóð í tákn- legri merkingu, þúsundum ára síðar, og bauð fram sitt fullkomna mannlíf Evrir líf Adams, sem upphaflega var fullkom- ið, en var glatað — fullkomið lausnar- gjald. (Á grísku Antilutron, sem þýðir verð — I. Tímóteusarbréf 2. kap. 6. v.). Eigi má heldur láta þess ógetið, að þessir staðir, sem tákna bæði byrjun og endi á fórn Krists, m. ö. o. skírnina og krossfestinguna, eru á þessari lóðréttu tengilínu, sem sýnir fullkomna frið- þægingu Krists fyrir Adam og niðja hans. Adam, og þar af leiðandi afkomend- ur hans, héldu ekki áfram á vegi full- komleikans, því þá hefði hæð lárétta gangsins alls staðar verið 67,6 þuml. Afleiðingin af falli Adams varð sú, að hann og allir afkomendur hans hafa í óeiginlegri merkingu þurft að ganga með beygt höfuð og hálfbognir upp lá- rétta ganginn, þar sem svo mjög er dreg- ið úr hæð hans, að hún er aðeins 47 þumlungar. Hái lokaspölurinn af gang- inum rétt áður en kemur inn í Drottn- ingarsalinn er 67,6 þuml. og sýnir það hugmynd Guðs og vilja um mannkyn- ið — fullan „vöxt“ hins mannlega full- komleika — og markar þar af leiðandi inngangstímabilið, þegar hann er að undirbúa og koma á þeirri þróun, er fer á undan tíma umbótanna, sem enda með hinni langþráðu fullkomnun mannkynsins á þeirri stund, sem mörk- uð er með endanum á gólfi Drottning- arsalsins (þ. e. við suðurvegg salarins). Hið hallandi þrep, sem tekur við strax og Lögmálsganginum lýkur, er nákvæmlega eitt heilagt cubit (25 þuml.) Pýramída—Betlehem stefnan liggur yf- ir hinn forna botn Rauðahafsins, þar sem það klofnaði og ísraelsmenn gengu þurrum fótum yfir, svo sem frá er skýrt í II. Mósebók. Vegalengdin frá Pýra- mídanum mikla að staðnum, þar sem þeir fóru yfir, er 648 pýramída-furlong, á breidd. Hið helga cubit táknar hinn fullkomna, guðlega mælikvarða. Gólf- flötur lága, lárétta gangsins sker þetta fullkomna, heilaga cubit-þrep í tvennt,. en það á að tákna, að þeir, sem fara lá- rétta ganginn, m. ö. o. Adam og allt mannkynið, sem frá lionum er komið, hafa brotið lögmál Guðs og ekki náð hinu guðlega marki. Áður en vér höldum áfram að rann- saka hið dásamlega táknmál Pýramíd- ans mikla, sem bendir á tíma þriðja höf- uð þáttarins í ævi Krists, m. ö. o. dauða hans og upprisu, skulum vér athuga aðra hlið Messíasarhornsins. BETLEHEM OG RAUÐAHAFIÐ. Sé lína dregin í austur frá Pýramíd- anum mikla, þannig að hún myndi Messíasarhornið (26° 18' 9,7") við breiddarbaug hans að norðan, kemur í ljós, að hún stefnir beint á Betlehem, staðinn þar sem Kristur fæddist 2139 árum eftir hið stjarnfræðilega einskorð- aðra ártal Pýramídans, árið 2141 f. K. (Landfræðingar og landmælingamenn eru vinsamlega beðnir að athuga, að þetta er bein stefna (rliumb-line = lína, sem sker alla hádegisbauga í sama horni), en ekki hin mikla boglína. Það er athyglisvert, að vegalengdin frá Pýramíd- anum mikla til Betlehem eftir stóru boglínunni er 2139 furlong (1 pýramída- furlong = 8000 pýramídaþuml.) Eft- ir mælikvarðanum 1 furlong = J ár, DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.