Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 12
F. Du Pee: Ber Bibliunni og vísindunum saman? (Þýtt úr Weekly Sermon Visitor). Ungur maður sagði við mig nýlega: „Unga fólkið hringsnýst um sjálft sig og veit ekki, hverju trúa skal. Kennararn- ir í skólunum segja því svo margir, að Biblían sé ósamrýmanleg vísindunum." Vér trúum því, að Guð hafi sent oss þessi skilaboð til þess að vér skyldum styrkja trú námsfólksins í skólum vor- urn og menntastofnunum, og hjálpa því til að berjast gegn vantrúaröldunni, sem nú flæðir yfir löndin. Vér ætlum að færa rök að því, að Biblían fari allstaðar með rétt mál. 1. Rökfræðilega. Biblían var rituð af rúmlega 40 mönnum, á tímabili sem náði yfir 1500 ár. Fæstir þeirra sáust nokkru sinni, og þó falla rit þeirra svo vel saman, að margir af mestu andans mönn- um heimsins á öllum öldum hafa varið ævi sinni til þess að rannsaka þau. Eins og tvær útréttar hendur komast lengst hvor frá annari, en mynda þó hring þeg- ar þær koma saman, þannig eru fyrsti og síðasti höfundurinn, Móses og Jóhan- nes lengst hvor frá öðrum, en þegar þeir eru tengdir saman, mynda þeir fullkom- inn gullhring guðlegra sanninda. Engin bók hefur fyrr né síðar orðið til, né hefði getað orðið til, í höndum manna, sem jafnaðist á við þetta. Það er ekki að undra þótt Gladstone, mesti stjórnvitr- ingur Englands, talaði oft um Biblíuna og kallaði hana ,,Hið ósigrandi bjarg“. 2. Líffræðilega. Árið 1859 ritaði Charles Darwin, nokkuð kunnur vísinda- maður, bók, sem hann nefndi „Uppruni tegundanna," og kemst þar hvað eftir annað þannig að orði: „Vér skulum gera ráð fyrir, eða, vér megum gera ráð fyrir.“ Bókin f jallar því um tómar ímyndanir og getgátur. Þetta er harla ólíkt Biblíunni. í fyrstu Mósebók 1: 1 segir: „í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ Æðra mál hefur aldrei verið notað. Á síðustu ár- um ævi sinnar viðurkenndi Darwin að ein tegund væri aldrei komin af annarri, og hann sagði einnig: „Mig furðar á því, hve margir féllust á kenningu mína (eða ágizkun) eins lítið og ég gat rökstutt hana.“ Mig furðar á því líka. Thomas Huxley var miklu meiri vísindamaður en Darwin og bráðsnjall rithöfundur. Hann varði þrjátíu árum, og meginhluta þess tíma sextán klukkustundum á dag, til þess að reyna að sanna þróunarkenn- inguna (eða getgátuna) en gafst upp að lokum og lýsti þessu yfir: „Á núverandi þekkingarstigi voru verður að fella úr- skurðinn: Ósönnuð og ósannanleg, gegn öllum kenningum um erfðaþróun í lífi þessa hnattar." Menn hafa verið að reyna að finna „týnda tengiliðinn" síðustu hundrað árin. Hvers vegna hafa þeir ekki fundið hann? \:egna þess að hann týndist aldrei og hefur aldrei verið til. Milli óþroskaðasta mannsins og æðsta dýrsins er regindjúp staðfest. Vísindamennirn- ir geta rannsakað einn blóðdropa og sagt með öruggri vissu, hvort hann er úr dýri eða manni. 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.