Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 28
Vér gætum öðlast hið fullkomna líf eftir hinu guðlega lögmáli, ef oss væri unnt að breyta eftir því í einu og öllu, en liinir fornu ísraelsmenn gátu það ekki og vér getum það ekki, því að til þess þarf fullkomna menn, þar eð eng- inn ófullkominn maður getur af eigin rammleik haldið hið fullkomna lögmál Guðs. Eina leiðin upp úr ofangangin- um er því gegnum brunngöngin. * Þau eru þröng. Tveir geta ekki farið þau samhliða. Það er þess vegna einkamál milli hvers einstaks manns og skapara hans. Séum vér liðugir, er hugsanlegt að vér gætum klifrað upp nokkurn hluta brunnganganna, hjálparlaust, en í efri hluta þeirra, sem er lóðréttur, þurfum vér aðstoðar við ofanfrá. Enginn kemst því upp af eigin rammleik. En fyrir þá náð og aðstoð, sem oss er veitt, þegar vér komum upp undir brúnina, verður oss ljóst að vér komumst aðeins upp með því að fara beint gegnum upp- ]) Egyptalandsfræðingur einn hefur kom- ið fram með þá kenningu, að brunngöngin hafi verið eftirlitsgöng, gerð þegar byggingu Pýramídans var lokið. Mætti ég spyrja: Eft- ir hverju þurfti að líta? Egyptar voru snill- ingar í líksmurningu, og hafi múmía verið lögð í Pýramídann mikla, hefur áreiðan- lega verið ástæðulaust að líta eftir henni, því að hún gat haldist í ágætu ástandi um þúsundir ára. Eftirlit með pýramídanum sjálfum, rétt eftir að lokið var að reisa hann, var einnig algerlega óþarft, því að hann var svo vel byggður, að engra við- gerða gat verið þörf næstu áraþúsundirnar. Vér höfum beðið lengi og árangurslaust og munurn þurfa að bíða lengi enn eftir full- nægjandi svari við þeirri spurningu, eftir hverju hafi þurft að líta. Vér getum rólegir hafnað þessari kenningu sem hverri annati fjarstæðu, er ekki taki að ræða frekar um. sprengdu „gröfina", og þaðan höldum vér áfram inn í sali lífsins, fyrir ofan (Konungssalinn og Drottningarsalinn) gegnum gangana, sem að þeim liggja. M. ö. o. það er aðeins ein leið fyrir allt mannkynið og hvern einstakling þess, til þess að öðlast frið, hamingju og fullkomið líf, langt fjarri dauðanum, sem sýndur er í Neðanjarðarsalnum, og sú leið er gegnum dauða og upprisu Jesú Krists, sem táknuð er með upp- sprengdu „gröfinni“. Vér verðum sjálf að koma beint upp gegnum upp- sprengdu „gröfina“, ef svo mætti að orði kveða, þ. e. a. s. vér verðum að viðurkenna að Jesús Kristur hafi gerzt persónulegur frelsari vor með dauða sínum og upprisu. Eða eins og Páll post- uli segir í Rómverjabréfinu 10. kap. 9. v. „Því að ef þú játar með munni þínum Drottinn Jesúm og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.“ LEIÐRÉTTING. Vér höfum vikið að því áður í þess- ari bók, að þótt gólf Stallagangsins mikla haldi áfram í sömu línu og gólf Lög- málsgangsins á undan, er hið geysiháa rjáfur Stallagangsins mikla hækkað um 286 þumlunga upp fyrir loftlínu Lög- málsgangsins, en það er leiðréttingarein- kennið, sem felur í sér mótvægið, er veg- ur móti einkennisskekkjuni og mundi færa ytri línur Pýramídans í fullkomið form, ef það væri notað. Spurningin er því þessi: Hvaða máttur er það, sem ver- ið er að sýna með leiðréttingareinkenn- inu? Þar sem Stallagangurinn mikli byrj- ar er eins og eitthvert feikilegt afl hafi sprengt „gröfina" upp innan frá og um leið lyft rjáfrinu gegnum sjö þykk X 26 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.