Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 20
f - “ \ ATHYGLISYEMT SENDIBKÉF __________________________/ Fyrir kosningarnar 1953 var nokkuð um það rætt, að stjórnarskrármenn reyndu að bjóða fram í einhverjum kjördæmum. Af því tilefni skrifaði ég ýmsum þeim mönnum, er fremstir stóðu að því máli víðs vegar um land og leitaði álits þeirra um framboð. Flestir svöruðu þessum bréfum á einhvern veg og voru svörin næsta misjöfn. Eitt svar- ið skar sig þó alveg úr um einarðleik og hreinskilni og hef ég oft ætlað að láta verða af því að birta það í Dag- renningu, svo athyglisvert er það og merkilegt. Nú læt ég af þessu verða og fer bréf- ið hér á eftir: Herra ritstjóri, Jónas Guðmundsson, Rvík. Góði vinur! Ég held að ekki komi til mála að stjórnarskrármenn bjóði fram hér í kjördæminu. Afstaða kjósenda hér til frambjóðenda markast hér eingöngu af þrengstu matarpólitík. Menn spyrja að- ■eins um það, hve frambjóðendur séu líklegir til þess að geta krælt úr ríkis- sjóði eða á annan hátt til framdráttar atvinnu á staðnum o. s. frv. og eru al- veg hættir að hugsa um nauðsyn þess að atvinnufyrirtæki beri sig fjárhags- lega. Menn heimta tekjur og láta sig einu gilda, hvernig þeirra er aflað. Þetta mun nú vera svona víðar og er ég eng- an veginn viss um að tími sé til þess kominn fyrir stjórnarskrármenn að hefjast handa um framboð og beina baráttu fyrir hugsjón sinni. Þjóðin er á hraðri leið niður á við fjárhagslega og atvinnulega, og væri þetta allt um garð gengið og kollsteypan fullkomnuð, ef ekki væri fjárgjafir Ame- ríku. En á meðan þessu fer fram og allt hangir uppi og atvinna fólksins er sæmileg, er ekki til neins að fitja í al- vöru upp á því, að hafizt verði handa um stjórnarbreytingu. Hins vegar mun að því draga, að þjóðin verði að standa á eigin fótum. Líklega verður það ekki fyrr en að aflokinni þriðju heimsstyrj- öldinni. En þá kemur líka hið gullna tækifæri til þess að koma á fyrirmynd- arstjórnskipun í þessu landi, en varla fyrr. Flestir vitrir menn sjá hvert stefn- ir, en allur þorri manna sér það ekki eða kærir sig ekki um að sjá það. Ég hef aldrei verið mjög bjartsýnn á það, að tillögur okkar í stjórnarskrármálinu næðu fram að ganga fljótlega. Það verð- ur ekki að mínu áliti fyrr en núverandi stjórnarvitleysa hefur siglt öllu í raun- verulegt strand. Með beztu kveðju. Þinn einl. 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.