Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 13
B. Sálfræðilega. í fyrri Kronikubók, 28. kap. 9. v. áminnir Davíð Salomo, son sinn, þegar Salomo var að taka við kon- ungdómi, á þessa leið: „Og þú, Salomó sonur minn, lær að þekkja Guð föður þíns og þjóna honum af öllu hjarta og með fúsu geði.“ Hefði hann nú sagt „þjóna honum með fúsu hjarta," hefði það verið rangt, því að viljinn er ekki í hjartanum, eða ef hann hefði sagt „af öllum huga,“ hefði það líka verið rangt, því að enginn hugur er fullkominn. Davíð nam aldrei sálarfræði. Hvernig stendur þá á því, að honum, og öllum öðrum höfundum Biblíunnar, ber saman við sálfræði nútímans, hafi þeir ekki verið innblásnir? Jesús er sá eini, frá falli Adams, sem hefur verið fullkominn í hugsun. Hann gat höndlað sannleikann með innsæi og sagt mönnum, hvað þeir hugsuðu, áður en þeim gafst tími til að tala, sbr. orð hans við Pétur í 17. kap. Mattheusar, 24.-27. v. og ennfremur það sem hann sagði við Faríseana þegar hann læknaði lama manninn, Matth. 9: 1—8. 4. Landfræðilega. Kennari nokkur spurði litla telpu: „Úr hverju skapaði Guð heiminn?" Hún svaraði: „Úr orð- um.“ „Hvernig?" spurði kennarinn. „Nú, Guð bara talaði og þá varð allt til.“ Þetta var betra svar en nokkur heimspekingur hefði getað gefið. Barnið var að endur- taka orð Guðs í 33. sálmi Davíðs, 6—9. versi. Vantrúarmaðurinn Robert G. Ingersol, gerði eitt sinn þessa hógværu játningu, í orðaskiptum við dr. T. De- vvitt Talmadge: „Ef það kemur í ljós, að Móses hefur kunnað meira í landafræði en Humbolt, verður vantrúin að eilífu orðlaus." Og það fór einmitt svo, að þrátt fyrir andstöðuna um aldirnar hefur Mós- es aldrei þurft að blygðast sín. Fyrir 50 árum eða meira sagði Dr. Mclntyre, síð- ar biskup, í fyrirlestri, sem hann flutti um fyrsta kapitula 1. Mósebókar: „Vís- indin eru núna fyrst að verða jafnokar Gamla Testamentisins," og hann bjóst við að á næstu 50 árum myndu þau ná Nýja Testamentinu. Ójá, þau hafa náð Gamla Testamentinu að nokkrum hluta og nokkrum hluta Nýja Testamentisins, en ekki öllu — og langt frá því. Ein sterk- asta sönnun þess, að Biblían sé innblásin bók er sú staðreynd, að þar er þegar vik- ið að ýmsu, sem nýjustu uppgötvanir vís- indanna eru nú að leiða í ljóst. Vér gæt- um nefnt mörg dæmi, en hér er aðeins rúm fyrir eitt. Páll postuli segir í I. Kor- intubréfinu, 15. kap. 39. v.: „Ekki er allt hold sama hold, heldur er mannsins eitt og hold kvikfjárins annað, eitt er hold fuglanna og annað fiskanna." Fyrir 25 árum sögðu margir svo kallaðir vísinda- menn: ..Þetta stangast á við þróunar- kenninguna,“ sem þeir héldu þá fram að væri staðreynd. Nú vita þeir að þarna er mismunur. Með aðstoð Anti Human Pre- ciptin, sem framleitt er í Parke tilrauna- stofnuninni, geta þeir nú tekið dropa af blóði og sagt, hvort hann er úr dýri eða manni. Hvemig vissi Páll þetta? Hann vissi það ekki. Þess vegna hlýtur hann að hafa verið innblásinn þegar hann ritaði það. Nú nýlega hafa prófessoramir í landafræði við Harward, Yale og Prince- ton, þrjá elstu háskóla vora, tjáð oss að sköpunarsagan í fyrsta kapitula 1. Móse- bókar sé í algeru samræmi við síðustu uppgötvanir vísindanna. Já, vísindin eru að ná Biblíunni. Thomas A. Edison, vís- indajöfurinn mikli, sagði: „Vér vitum minna en einn hundraðasta úr einum hundraðshluta af hverju sem er.“ Það sæmir oss sannarlega ekki, að gera lítið úr Biblíunni, bókinni, sem hefur staðist prófraunir aldanna, vegna hinna svo- DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.