Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 26
komum vér því ekki aðeins að staðnum þar sem Jesús fæddist, Betlehem, heldur einnig þeim tíma, sem hann fæddist á, því að séu 2139 ár dregin frá ártalinu 2141 f. K. komum vér að árinu 2 f. K. Þá er það einnig undursamlegt, að beina en það var 648 árum eftir dagsetningar- ár Pýramídans (Skoru-ártalið) 2141 f. K. sem ísraelsmenn, undir forustu Móse, fóru yfir Rauðahafið, árið 1493 f. K. Þetta er í algeru samræmi við Pýramíd- ann sjálfan, sem sýnir ártalið þegar ísra- elsmenn fóru inn í hið fyrirheitna land, 40 árum síðar, eða árið 1453 f. K. (Sjá I. bók, bls. 48—50). Það gefur vitan- lega að skilja, að fjarlægðir frá Pýra- mídanum til hinna fornu borga verða ekki ákveðnar nánar en nokkurn veg- inn upp á heilan „furlong", og þess vegna er brotum (til eða frá) sleppt í útreikningnum á árum og „furlongum" hér að framan. (Beina línan frá Pýra- mídanum liggur um 400 metrum norð- an við miðja Betlehemborg eins og hún er nú, en þar var hluti af gömlu borg- inni). Þannig opinbera þessir tveir stað- ir, sem nefndir voru, hvor um sig, með fjarlægð sinni frá Pýramídanum mikla, nákvæmlega ártöl tveggja atburða, sem skýrt er frá í Biblíunni, enda þótt þeir gerðust ekki fyrr en mörgum öldum eftir að Pýramídinn var reistur. HELLIRINN. Tilhögunin við enda Lögmálsgangs- ins, jaar sem hann sameinast Stallagang- inum mikla, er öll með táknum um Krist. Þarna til hægri handar, rétt eft- ir að Stallagangurinn mikli hefst, er sökk, sem virðist líkt austurlenzkri gröf, höggvinn í klett, en það er eins og gröf- in hafi opnazt innan frá af ógurlegri sprengingu. Þessi tilhögun táknar fag- urlega, hvernig Kristur braut fjötra dauðans í upprisudýrðinni á þriðja degi eftir krossfestinguna. Þessi uppsprengda gröf snýr nákvæmlega rétt — frá austri til vesturs. Gröf Frelsarans í Jerúsalem er spölkorn fyrir norðan Damaskus- hliðið, og er nú kölluð Garðgröfin (kirkja „hinnar heilögu grafar“) er ekki á réttum stað. Árið 1950 kom höfundurinn að gröf Krists, rétt utan við múra Jerúsalern, og þótti mjög athyglisvert að sjá, að hún snýr nákvæmlega eins og upp- sprengda „gröfin“ við innganginn í Stallaganginn mikla í Pýramídanum. Grafhellir Frelsarans er höggvinn ná- kvæmlega eftir hinum fjórum höfuð- áttum áttavitans. Gröf Drottins snýr nákvæmlega í austur og vestur, eins og „gröfin" í Pýramídanum mikla. Hinn mikli máttur hins upprisna Krists, sem sprengdi upp rambyggilega innsiglaða gröf hans, gæti ekki verið táknaður skýrar í steini en með gröfinni í Pýra- mídanum mikla, sem lítur út eins og hún hafi verið sprengd upp innan frá með ógurlegu afli. Það er svo að sjá sem hinn guðdómlegi yfirsmiður Pýra- mídans mikla hafi komið uppsprengdu gröfinni í Pýramídanum þannig fyrir, að í því fælist spádómur um, hvernig gröf Frelsarans myndi snúa 2600 árum síðar. Annað mjög mikilvægt atriði er það, að botn uppsprengdu grafarinnar er á nákvæmlega sama hæðarfleti og gólfið í Drottningarsalnum og grunn- lína Messíasarhornsins, sem táknar hina mannlegu fullkomnun, eins og vér vit- um. Þetta sannar ótvírætt, að Kristur fórnaði sínu fullkomna manneðli fyrir oss í dauðanum. Þessi staður við enda Lögmálsgangs- 24 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.