Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 27
ins, þar sem komið er fyrir öllum hin- um frábæru táknum um líf Frelsarans, dauða og upprisu, er hjólnöf og miðdep- ill alls innra ganga- og salakerfisins í Pýramídanum mikla. Eins og sést á heildaruppdrætti af göngum og sölum í Pýramídanum, kvíslast allir megin- gangarnir frá þessum punkti (að und- anteknum ofanganginum, sem er gang- ur hins illa, undir yfirráðum Satans, og liggur til sorga, þjáninga og dauða), og sýnir það að Kristur er þungamiðjan í fyrirætlunum Guðs um velferð mann- kynsins og frelsun. Allt hvílir á honum og kvíslast frá honum. Frá vesturenda gólfsins í uppsprengdu „gröfinni“ liggja nijög þröng göng, sem kölluð eru „Brunngöngin", gegnum múra Pýramídans, alla leið niður í klöppina undir honum. Rétt fyrir neð- an grunnjöfnu brunnganganna að vest- anverðu, kemur dálítið hólf, sem kall- að er „Hellirinn". í forn-egypzkum rit- um er vikið að hellinum og hann nefnd- ur Lífslindar-salur, og á það nafn mjög vel við, því að fyrir dauða Krists öðl- umst vér eilíft líf. Sbr. orð Jesú í Jóh. guðspj. 4:14: „Hvern þann, sem drekk- ur af vatninu, sem ég mun gefa hon- um, mun aldrei þyrsta, heldur mun vatnið, sem ég mun gefa honum, verða í honum að lind, sem sprettur upp til eilífs lífs." Þetta litla hólf er á sömu haf- jöfnu og neðri endi granítlokunnar í Lögmálsganginum (þó að hún sé alger- lega innan múrhleðslunnar í mann- virkinu — en þessi mismunur stafar af því að í miðju pýramídagrunnsins skag- ar bjargið svolítið hærra upp). Sjá upp- drátt af ganga- og salarkerfi Pýramídans. Þessi samsvarandi hafjafna hellis- ins og granítlokunnar er vísbending um það, að „lögmálið hefur orðið tvftari vor til Krists“ (Gal. 3:24). Neðri endi brunnganganna liggur inn í ofangang- inn gegnum klöpp vesturveggjarins, langt fyrir neðan grunnjöfnu, eins og sést á myndinni. Gangurinn er kringl- óttur og óreglulegur, og það er ógerlegt að finna nokkurn ákveðinn stað, sem ákvarða mætti ártal eftir, samkvæmt mælikvarða. Þetta er aðferð yfirsmiðs Pýramídans mikla til þess að segja oss að tímatal eigi hér ekki við, því engin ártöl sé hér að finna, enginn ákveð- inn staður til að miða við. Þar sem svona óreglideg og ónákvæm tilhögun kemur fyrir í Pýramídanum þýðir það, að tákn- mál liennar á ekki við neitt ákveðið ár- tal, því að ekkert ártal er þar markað, heldur á hún við allan ganginn eða sal- inn þar sem hún kemur fyrir og við allt, sein í honum er. Eins og útlistað er í I. bókinni í þessum flokki táknar þessi gangur hið almenna ástand og stefnu alls mannheims, sem þarf á lausn að halda frá skorti, styrjöldum, þjáning- um, syndum og dauða — m. ö. o. þarf frelsun frá öllu, sem fall hins sameigin- lega forföður — Adams, hefur leitt yfir heiminn. í Pýramídanum eru aðeins tvær leiðir upp og út úr þessum ofan- gangi hins illa. Önnur þeirra liggur eftir Lögmálsganginum gegnum op á rjáfri ofangangsins. En við byrjuu upp- gangsins gegnum Lögmálsganginn verð- ur á vegi vorum granítlokan, úr þrem- ur björgum, nálega 15 fet á lengd, og svo rækilega fleyguð inn í op gangsins, að hún lokar leiðinni gersamlega. Það er auðsætt, hvað þetta táknar — vér getum ekki losnað við sorgir, kvalir, hörmungar og dauða, þótt vér reynd- um að halda Móselög út í æsar. í Pýra- mídanum táknar granít guðdómleg efni, guðlegt eðli, guðlegt lögmál o. s. frv. DAGRENN I NG 25

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.