Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 18
af silfurpeningum og reistu sér hús með fjórum herbergjum, sem stendur enn. Chang og Eng voru þá 28 ára. Þeir hafa eflaust verið farnir að þreytast á því, að láta glápa á sig frá morgni til kvölds og viljað setjast að á stað, þar sem þeir gátu fengið frið fyrir forvitnum augum. Og þeir hefðu ekki getað valið heppi- legra hérað, því að þarna í fjöllunum var venja að fást ekkert um þótt fólk hefði einhver sérkenni eða galla, ef það voru nýtar manneskjur. Einn af íbúum héraðsins, sem var bóndi og leikprédikari átti tvær dætur, sem hétu Sara og Aðalheiður — traust- geðja, ungar stúlkur af írsk-hollenskri kvekaraætt. Cliang og Eng báðu þeirra og í tvöföldu brúðkaupi, sem haldið var árið 1843 fékk Chang Aðalheiðar og Eng Söru. Frægð tvíburanna skall nú yfir þá eins og holskefla. Fregnin um giftinguna breiddist út, eins og eldur í sinu, og fæddi af sér fjölda af slúðursögum og forvitnislega athygli, en sannleikurinn var sá, að hjónaböndin voru óvenjulega farsæl og hamingjurík. Árið 1849 keyptu tvíburarnir sína jörðina hvor og hyggðu tvö hús, sem voru nokkra kílómetra hvort frá öðru. Fram til dauðadags „25 árum síðar“ bjuggu þeir til skiptis hjá konunum sína þrjá dag- ana í senn í hvoru húsi. Eng og Sara eignuðust 7 drengi og 5 stúlkur og Chang og Aðalheiður 7 drengi og 3 stúlkur. Þessi ár hafa sennilega verið hamingju- ríkasta tímabilið í ævi tvíburanna, frá því í barnæsku, þótt öðru hvoru gæti komið fyrir að þeir rifust um, hvernig þeir ættu að eyða frístundum sínum. Eng þótti t. d. gaman að vaka fram á nótt og tefla damm við börnin sín eða spila póker við nágrannana, en Chang varð að sitja yfir þessu grútsyfjaður. Og þegar það kom fyrir að mágkonurnar greindi á um eitthvað, dró Chang ævin- lega taum sinnar konu og Eng sinnar. En yfirleitt kom þeim ágætlega saman. Það var fullyrt, að mjög auðvelt væri að skilja Chang og Eng að með skurð- aðgerð, en þeir neituðu að láta fram- kvæma hana vegna þess að þeir gætu alltaf haft peninga upp úr að sýna sig. Hið sanna er þó, að þetta var þveröfugt. Hvert sinn sem þeir fóru í sýningarferð- ir til þess að afla sér f jár, var það til þess að geta haldið áfram leitinni að lækni, sem vildi skera þá sundur. En allir lækn- ar, sem þeir leituðu til, réðu þeim frá að láta gera skurðinn. Á heimleiðinni úr sýningarferð til Evrópu árið 1872 fékk Chang slag og lamaðist nokkuð. Upp frá því var liann þunglyndur, tapaði smám saman heyrn og fór að halla sér talsvert að flöskunni. Eng var bindindismaður, og hann fann engin bein áhrif af vínnautn bróður síns, en þeir urðu báðir æ vanstilltari í skapi, og það gat liðið svo langur tími, að þeir yrtu ekki hvor á annan. En alltaf fluttu þeir reglulega fram og aftur milli heim- ilanna, á þriggja daga fresti, svo þetta kom ekki að sök gagnvart konum þeirra og börnum. Hvor um sig var húsbóndi á sínu heimili, og hinn varð að láta sér Jrað lynda. Dag nokkurn í janúar 1874, þegar þeir bjuggu í húsi Changs og Aðalheiðar, fékk Chang slæman „bronkitis“, en þrátt fyr- ir andmæli Engs var ekki við annað kom- andi en að þeir flyttu til Engs og Söru, þegar hinir venjulegu Jrrír dagar voru liðnir. Veður var kalt og hráslagalegt, en þrátt fyrir það óku Jreir í opnum hest- vagni, eins og þeir voru vanir. Um nótt- ina vaknaði Eng við það, að honum 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.