Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 21

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 21
DR. ADAM RUTllERFORD: Messíasarhorníð — Úr bókinni Frelsari heimsins — Eins og fram kemur á uppdrættinum á bls. 20 er Messíasarhornið í Pýramíd- anum mikla skýrt afmarkað, bæði frá byggingarlegu og rúmfræðilegu sjónar- miði. Það er rétthyrndur þríhyrningur, langliliðin fellur saman við síðustu 33.512 þumlungana af fyrri uppgang- inum, grunnlínan liggur í láréttri stefnu með gólfi Drottningarsalarins og lóðrétta hliðin er með norðurvegg Stallagangsins mikla, en „sínus“ Messí- asarhornsins er nákvæmlega fjórði hluti af tvíveldisróttinni af „pí“. Grunnlína Messíasarhornsins er mjög merkilegt rannsóknarefni og opinber- ar mikið. Norðurendi liennar markar fæðingardag Jesú, 29. sept. árið 2 f. K. samkvæmt þumlungs-árs-mælikvarðan- um, og á táknlegan hátt lýsir þessi stað- ur nákvæmlega ríkjandi ástandi þegar hann fæddist, eins og áður hefur verið lýst. Grunnlínan, sem er lárétt, liggur nákvæmlega í sömu hæð og gólflína Drottningarsalarins og er 30.043 pýra- mídaþumlungar á lengd. Þótt sjálfur suðurendi grunnlínunnar marki ekkert ártal, kemur eigi að síður í ljós, að þeg- ar dregin er 30.043 þuml. lína með tíma- talslínunni á gólfi fyrri uppgangsins, komum vér að dagsetningunni 14. okt. árið 29 e. K. — nákvæmlega þeim degi, sem Jesús var skírður í ánni Jórdan, eins og vér höfum fullvissað oss um eft- ir öðrum leiðum en heimildum Biblí- unnar — sjá uppdráttinn á bls. 20. Þannig er suðurendi grunnlínu Messí- asarhornsins táknlega tengdur skírn Krists, og þegar vér förum að rann- saka táknmálið í sambandi við þennan stað, sjáum vér að kringumstæðurnar þegar hann var skírður, tilgangurimt og árangurinn er allt sýnt þar á meist- aralegan hátt. Lengd grunnlínunnar, mæld eftir kvarðalínunni, sýnir 30 ár og 15 daga frá fæðingu Krists, og þessi lína liggur á fleti hins mannlega full- komleika, eins og vér höfum séð hér að framan. Þetta sýnir greinilega, að þeg- ar Kristur hafði lifað hér á jörðu 30 ár og 15 daga, þá fórnaði hann sínu full- komna, mannlega lífi, og fórninni var veitt viðtaka með orðunum: „Þú ert minn elskaði sonur, sem ég liefi vel- þóknun á.“ Það var „skírn til dauð- ans,“ og hann var „angistarfullur þang- að til henni var lokið“ á Golgata, þeg- ar hann hrópaði: „Það er fullkomnað.“ Hann sagði: „Líkama minn gef ég fyr- ir líf heimsins". Hefði hann ekki fórn- að sínu fullkomna, mannlega lífi fyrr en á krossinum, væri grunnlína Messí- asarhornsins 33i/£ þuml í stað 30 þuml., og í spádómi Daníels hefði þá ekki ver- ið sagt fyrir, að hann mundi „afnema sláturfórn og matfórn í miðri (sjöundu) vikunni“ — um haustið 29 e. K. — sjá uppdrátt á bls. 26 í 51. hefti. Fórnin var þá lögð á altarið, og hann „úthellti sál sinni til dauðans“ síðari helming 70. spá- dómsvikunnar, þ. e. 3J4 spádómsdag eða DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.