Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 19
fannst eitthvað vera að Chang. Hann kallaði á hjálp og einn af sonum hans kom inn. „Ég held að Chang frændi sé dáinn,“ sagði drengurinn við föður sinn. „Þá á ég líka skammt eftir,“ sagði F.ng. Það var samstundis sent eftir hús- lækninum, dr. Holingsworth, til þess að hann fengi loks að reyna skurðaðgerðina til þess að skilja samvöxnu tvíburana að — aðgerð, sem hefði gert hann heims- frægan, ef hún hefði heppnast. En Eng dó áður en læknirinn kom. Krufningin leiddi í Ijós að skurðurinn hefði verið mjög hættulegur, meðan báðir voru á lífi — lifrarnar í þeim voru samvaxnar. Flestir afkomendur Changs og Engs eru enn bændur. „Nokkru duglegra fólk en gengur og gerist," sagði maður einn þar í sveitinni við mig. „Ég held að ég viti ekki um neinn í þeirri fjölskyldu, sem ekki á sína eigin jörð.“ Það er furðulegt þegar maður hugsar um það, hve vel Chang og Eng tókst fvrst að laga sig hvor eftir öðrum og síðan'eft- ir ókunnum aðstæðum og menningu þess lands, sem varð heimkynni þeirra meiri hluta ævinnar. Jafnframt því sem þeir voru dugnaðar bændur unnu þeir sér traust, viðurkenningu og vinsældir — en ef til vill hefði þetta þó farið á annan veg, ef þeim hefði ekki verið mætt á miðri leið með heiðarleik og hlevpi- Síamstviburarnir. dómaleysi fjallabúanna í North Carolina. Og eigi má heldur gleyma því hlut- verki, sem konurnar gegndu í lífi þeirra: Systurnar, sem löguðu sig eftir hinum undarlegu aðstæðum í hjónabándinu og fátæka fiskimannskonan í Síam, sem hafði kennt tvíburunum sínum aS hlaupa og stökkva og gera að gamni sínu,. áður en þeim var orðið ljóst, að þeir yrðu alla ævina öðruvísi en annað fólk, (Þýtt úr Det Bedste). DAGRENNING 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.