Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 7
---------------------------------------------------------------------------------- ar trúariðkanir, s. s. ^píritismi, guðspeki og önnur austræn spekitrúarkerfi, en allt stefnir það sameiginlega að útrýmingu kristindómsins. Ýmist með því að telja fólki trú um, að allt annað en hið efnislega sé lygi og blekking, eða með því að reyna að sanna þeim, sem ekki geta aðhyllst hina ómeng- uðu efnishyggju, að það, sem kristindómurinn heldur fram, sé léttara að öðlast eftir öðrum leiðum en þeim, sem Kristur kenndi, og að þau sannindi, sem Kristur boðaði hafi verið gamlar kenningar, sem kunnar hafi verið löngu á undan honum, og hin kristna arfleifð sé lýgi og blekking. Þannig hef ég séð því haldið fram nýlega, að bæði Fjallræðan og bæn- in „Faðir vor“ séu „eldri en Kristur“, og muni hafa komið inn í bókmennt- ir kristinna manna með öðrum hætti, þó hvort tveggja sé eignað Jesú frá Nazaret, sem sagnfræðivísindi vorra tíma efast um, að hafi nokkru sinni veið til. Niðurbroti hinna kristnu trúarbragða fylgir slík spilling á öllum sviðum, að mestar líkur eru nú á því, verði þetta niðurbrot ekki stöðvað mjög fljótlega, að af því leiði algjöra upplausn vestrænna þjóðfélaga, sem þá verða auðtekin bráð ævintýramönnum og einræðisseggjum. Ýmsir virðast halda, að katólska kirkjan sé það bjarg, sem þessi heiðna sókn brotni á að lokum. En því fer mjög fjarri. Katólska kirkjan er sjálf aðeins ein af mörgum stofnunum hins heiðna skipulags vorra tíma, og hennar hlutverk hefur ávallt verið hið sama og.annarra kúgunarstofnana, enda sannar saga hennar þetta bezt, og ekki síður nútíma saga hennar en saga fyrri tíma. Ofsóknir katólskra manna á hendur lútherskum og öðrum, sem katólskir menn kalla „villutrúar", eru slíkar í dag í ýmsum löndum, s. s. Spáni og ýmsum Suður-Ameríkuríkjum, að ekkert gefur eftir ofsóknar- og einræðisaðgerðum kommúnista í Rússlandi og Kína. En um þetta er þagað hér á landi af alveg óskiljanlegum ástæðum, þótt það séu t. d. engu minni „fréttir“ þegar katólskir menn á Spáni gera upptækt allt upplag lútherskrar Biblíu og kristilegra rita brezka biblíufélagsins á Spáni, og láta brenna eða eyðileggja þessar „skaðræðisbókmenntir“, en þegar Hitler brennir Gyðingabókmenntir og Rússar banna og eyðilegga hvers konar „auðvaldsbókmenntir.“ í því sambandi, að katólska kirkjan sé andvíg kommúnisma og öðru ein- ræði, er vert að veita þeirri merkilegu staðreynd athygli, að til þessa hafa ALLIR EINRÆÐISHERRAR í EVRÓPU OG AMERÍKU VERIÐ KATÓLSKIR, EN ENGINN LÚTHERSKUR, og að í katólskum lönd- um eiga einræðisstefnumar yfirleitt miklu meiri ítök í almenningi en í lútherskum löndum. ísland er eina undantekningin frá þeirri reglu, enda má segja, að Islendingar geta nú orðið tæpast kallast lútherstrúar, hvað þá kristnir. Flestir em hér heiðnir, og ýmsir hálf-katólskir — sérstaklega prestar. . .. ............ ■ ■■■ — ------ ---------- ■■ ■ ------------—------------—----> DAGRENNING 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.