Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 6

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 6
----------------------------------------------------------------------^ sögunnar fullbúin. Til þeirrar breytingar má rekja flesta þræði þeirra um- skipta, sem síðan hafa orðið. Fæstir gera sér þess fulla grein, að þessar breytingar boða mikil tíma- mót í sögu mannkynsins. Þau tímamót eru sögð fyrir í Biblíunni og tákna þar, að „hin yfirstandandi vonda öld“ er að líða undir lok. Þessi mikla bylting gerist ekki á stuttum tíma. Hún tekur fjörutíu ár — tíma einnar kynslóðar. Nú viðurkenna flestir, að þessi bylting hófst 1914, með fyrstu heims- styrjöldinni, því fyrir þann tíma hafði allt líf mannanna um margar aldir verið í nokkurn veginn föstum skorðum. En þá skall byltingin á og síð- an hafa breytingarnar haldið áfram stig af stigi, og nú eru endalokin að nálgast. Það er niðurbrot hinnar gömlu skipanar, sem'fram er að fara, en jafn- framt er lagður grundvllöurinn að „nýjum heimi“, sem rís á rústum hins gamla. Niðurbrotið verður ekki á einu sviði aðeins eða fáum, heldur á öllum sviðum mannlegs lífs og samskipta. Byltingin, sem nú stendur yfir, er þess vegna allt í senn félagsleg, stjórnmálaleg og trúarleg. HIN FÉLAGSLEGA BYLTING er margþætt. Hún kemur fram í verð- hruni peninganna, gjörbreyttum viðskiptaháttum þjóðanna, gjörbreyttri afstöðu hinna vinnandi stétta til atvinnurekendanna, gjörbreyttu viðhorfi fólks til fræðslu og menningar. Sumt af þessu er „gott“, en annað „illt“, eftir því hvort þeim þroska er náð eða ekki, sem er nauðsynlegur undanfari breyttra hátta. HIN STJÓRNMÁLALEGA BYLTING er mjög greinileg. Fyrir 1914 voru konungsríki Evrópu og furstadæmi nær hálfu hundraði, en nú eru örfá eftir. Það er mjög athyglisvert, hvernig stjórnmálakerfið hefur breytzt. Meðal hinna hvítu, vestrænu þjóða hefur frelsið aukizt á öllum sviðum, frá því sem var, og eru það Bretar og Frakkar og síðar einnig Bandaríkjamenn, sem eru höfuðverðir þess og brautryðjendur, en meðal hinna þeldökku þjóða, hefur ný tegund einræðis, kommúnisminn, náð al- gjörum yfirráðum, svo þrælahaldið, kúgunin og ófrelsið er nú margfalt verra í þeim löndum en það var á tímum hinna „alvöldu" keisara og ein- ræðisherra fyrri tíma. Glæpastarfsemi og manndráp Gengis Kahns, Timijr- lenks, Ivans grimma og Péturs mikla eru hreint barnaleikspil samanborið við manndráp og glæpaferil Jóseps Stalins, eins og honum er lýst nú af hans fornu samherjum, kommúnistaforingjunum í Kreml, sem bezt ættu um þetta að vita. Á TRÚMÁLASVIÐINU er þessi bylting einnig mjög augljós. Nýheiðnin birtist í ótal myndum. Materialisminn eða efnishyggjan er þar róttækasti þátturinn, en í kjölfar hennar sigla svo ýmiskonar heiðn- - --------------------------------------------------------------------- 4 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.