Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 57
gæti einn lesið. Annars hefði liðsforingja-
samsærið aðra miðstöð í Khanegahstræti
og kynni Roozbeh að hafast við í ann-
arri hvorri þeirra.
Abbasi talaði í þrjár klukkustund-
ir; og er hann hafði lokið máli sínu, var
Bakhtiar því líkast innan brjósts sem
væri hann að vakna af svefngöngu á
yztu þakbrún uppi á háum skýjakljúfi.
Hann hafði hingað til haldið, að hann
gerði sér nokkurn veginn ljósa grein
fyrir stærð og starfi kommúnistaflokksins
í íran, þótt hann vissi hvorki, hvar prent-
smiðja hans væri niður komin, né helztu
forsprakkar hans. En nú hafði játning
þessa fanga allt í einu opnað honum inn-
sýn í ægilegan veruleika, sem hann hafði
ekki einu sinni látið sig dreyma um:
Flokkurinn hafði ekki aðeins á að skipa
fjölda manns í mörgum æðstu stöðum
hersins, heldur var hann og búinn að
hreiðra um sig á mörgum þýðingarmestu
skrifstofum sjálfrar ríkisstjómarinnar!
Nokkrum dögum síðar var gerð hús-
rannsókn í báðlum miðstöðvum liðs-
foringjasamsærisins og margir þeirra
teknir fastir, þótt Roozbeh reyndist ekki
vera þar á meðal. Honum náði Bakhtiar
aldrei. En á meðal skjalanna, sem gerð
voru upptæk, voru nokkur skráð á dul-
máli, og hugði Bakhtiar þar vera fólgin
nöfn hinna kommúnistísku liðsforingja,
sem Abbasi hafði skýrt honum frá.
Handtökurnar, sem fram fóru við
þetta tækifæri og næstu vikur á eftir, stað-
festu fullkomlega frásögn Abbasis. Á
meðal fangannna voru, til dæmis, höf-
uðsmaður úr flughernum, liðsforingi,
sem hafði strokið úr herþjónustu, en
síðan verið kosinn í framkvæmdaráð
kommúnista, höfuðsmaður úr lögregl-
unni og margheiðraður herforingi, sem
hafði eitt sinn borið ábyrgð á öflun
birgða til hersins og fyrir fáum árum
dvalið átján mánuði í Sovétríkjunum í
opinberum erindum. Mörg mikilvæg
skjöl, þar á meðal nokkur, sem stolið
hafði verið á skrifstofum ríkisstjórnar-
innar, fundust heima hjá einum starfs-
manni landbúnaðarráðuneytisins. En
þar fannst einnig skrá um alla kommún-
ista, sem starfandi væru á stjórnarskrif-
stofunum. Mobasheri, höfundur dulmáls-
ins á skjölum samsærismanna, náðist
fljótlega, en hann þverneitaði að láta lyk-
il dulmálsins í té. Hann reyndi að fyrir-
fara sér í fangelsinu með því að stinga
ryðguðum nagla úr þili vanhússins í
lífæðina á öðrum úlnlið sínum. En það
varð kunnugt í tæka tíð og hann fluttur
í sjúkrahús, þar sem sár hans voru grædd.
Samband við Sovétsendiráðið.
Þótt enn yrði lengi að bíða þess, að
rúnir dulmálsskjalanna væru ráðnar, töl-
uðu ýmis önnur plögg, sem upptæk voru
gerð á skrifstofum samsærismanna og í
heimahúsum þeirra, ómyrku máli. Sum
þeirra sýndu svo greinilega, að ekki varð
um efast, að samsærismennirnir í hernum
stóðu í beinu sambandi við sendiráð
Sovétríkjanna í Teheran. Jafnvel pen-
ingaskápurinn, sem sum þessara skjala
fundust í, var af rússneskum uppruna.
Enn önnur skjöl sýndu og sönnuðu, að
kommúnistar vissu hér um bil öll helztu
ríkisleyndarmál írans. Þeir vissu ná-
kvæmlega, hve fjölment setuliðið í Te-
heran var, höfðu afrit af dulmálsskeytum
þjóðhollra hershöfðingja, þar á meðal
einu mjög mikilvægu frá sjálfum yfir-
manni herforingjaráðsins, svo og ýtarleg-
ar skýrslur um öll hergögn, sem íran
hafði fengið frá Bandaríkjunum, og um
staðsetningu þeirra.
Er Mobasheri hafði náð sér eftir sjálfs-
DAGRENNING BB