Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 5
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Styrjaldarátök
við Míðjarðarhaf
Hín akjöra heimshyltíng —
Hlutleysisstefnan og nýkommúnisminn — Kýpur-
íleilan — Spáilómurinn um „Konun^inn
norðurfrá“ oá „Konunginn suðurfrá“
☆
„Gætið að fíkjutrénu og öllum trjám; þegar þau fara að skjóta frjóöng-
um, þá sjáið þér og vitið af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Þannig skuluð
þér og vita, að þegar þér sjáið þetta fram koma, er Guðsríki í nánd.“
„En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfð-
um yðar, því að lausn yðar er í nánd.“ (Lúk. 21.).
☆
1. Hiu algjöra heimshyltiná
ÞEGAR LÍÐUR AÐ ENDALOKUNUM gerast atburðimir með mikl-
um hraða. Svo er nú. Tímabilið frá 1953 til 1957 er mikilvægasta tímabil í
sögu þeirrar kynslóðar, sem nú lifir. Það tímabil einkennist af meiri hraða
en nokkurt annað tímabil í sögu mannkynsins allt til þessa. Allt hið gamla
er að verða úrelt. Flugtæknin gjörbreytir öllu og þá ekki sízt hemaðar-
tækninni. Og nú þegar atómorkan kemur til sögunnar verður gjörbreyt-
ingin enn meiri og enn greinilegri en fyrr.
Menn getur greint á um það, hvenær atómöldin hafi byrjað, enda
skiptir þar minnstu um ár og dag. Hitt er staðreynd, að árið 1954 markar
greinileg tímamót í hernaðartækinni, því þá komu vetnisvopnin fyrst til
DAGRENNING 3