Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 26
hátt að þeir kontust ekki hjá því að skilja það, að svo væri litið á sem ísland liefði að verulegu leyti vanefnt skuldbindingar sín- ar við Atlantshafsbandalagið. Það er líka hverjum hugsandi manni augljóst, að hjá því verður ekki komist öllu lengur, að at- hugun verði á þvi gerð, hvort Island muni yfirleitt geta verið áfram i Atlantshafsbanda- laginu, nema veruleg breyting verði á af- stöðu þjóðarinnar frá þvi sem nú er. # Þannig er þá þessum málum komið á fyrrihluta þessa árs (1954). Kommúnistar eru að ná þvi marki að flcema ísland úr At- lantshafsbandalaginu, og til þess nota þeir þjóna sína, nýkommúnistana, sem þeir hafa grímuklætt og komið fyrir innan hinna flokkanna. Þess er ekki að vænta, að formleg sam- þykkt verði gerð um það að víkja íslandi úr Atlantshafbandalaginu nú á þessu ári, en þær ákvarðanir munu þegar hafa verið teknar að hætta öllum varnarframkvæmd- um hér öðrum en þeim, sem nauðsynlegt er að gera enn á Keflavíkurflugvelli til að full- gera völlinn og koma upp radarstöðvum þeim, sem fyrirhugaðar voru. Verður þessum framkvmdum að mestu lokið nú í ár nema e. t. v. einhverjum húsbyggingum á Kefla- víkurflugvelli. Margt bendir til að andstaða Norður- landa gegn hernaðarsamvinnu við Banda- ríkin hafi orðið þess valdandi, að það hafi þegar verið tekið til yfirvegunar að hætta við höfuðvarnarstöðvar á „norðurleiðinni“ — þ. e. um Grænland, ísland og Bretland, til stuðnings meginlandsþjóðum Evrópu, ef til ófriðar kemur, en byggja í þess stað upp „suðurleiðina", um Asoreyjar til Portú- gal og Spánar, því þótt hún sé dálítið lengri er hún að ýmsu leyti tryggari og eftir því sem flugvélarnar verða fullkomnari er þörf- in á millilendingum minni. # Flest bendir því nú til þess, að eftir 1—2 ár verði öllum „hernaðarframkvæmdum" lokið hér á landi. Keflavíkurflugvöllur verð- ur þá fullgerður að mestu og líklegt að þar verði skilið eftir lítið gæzlulið (500—1000 manns, til að gæta þeirra eigna, sem At- lantshafsbandalaginu er nauðsyn á að þar séu, og tiltækar, ef styrjöld brýst skyndilega út, og til að fyrirbyggja að skemmdarverka- ntanna sveitir kommúnista, sem hér starfa, eyðileggi þessi mannvirki. Höfuðvarnar- stöðvar Ameríku verða þá fluttar til Græn- lands og Kanada, en Island verður auka- virki, óvarið að mestu, og gert ráð fyrir að taka það með hernaðaraðgerðum þurfi þess með, þegar styrjöld brýst út, ef óvinurinn verður fyrri hingað. Jafnframt yrði þá fellt niður það ákvœði Atiantshafssáttmálans gagnvart íslandi, að árás á það, skuli talin árás á önnur riki Atlantshafsbandalagsins. Og þessi verða endalokin vegna þess, að við erum hvorki „kaldir né heitir." Það mun almennt álitið, að við höfum gengið í samtök vestrænna lýðræðisþjóða aðeins til að hagnast á þeim fjárhagslega, en ekki til þess að bera þar okkar byrðar eins og frjálsri þjóð sæmir. Að við höfum látið hið lægsta og versta í fari okkar ráða flestum gerð- um okkar í þessum efnum. Því miður er í þessu allt of mikill sannleikur, og því mun svona fara, verði ekki snúið við með rögg- semi þegar í stað og hin kommúnistísku og nýkommúnistísku öfl, sem nú eru að spenna helgreipar sínar um allt islenzkt stjórn- mála- og menningarlíf, upprætt með góðu eða illu." # Þannig lýkur grein minni frá 1954. Hún hefur verið rakin svo ýtarlega hér til þess að sýna, að allt það, sem nú er fram komið, var hægt að sjá fyrir — og segja fyrir, og þess vegna hefði þjóðin getað komið í veg fyrir þá atburði, sem nú hafa gerzt, og ekki verða aftur teknir. íslenzka þjóðin hefur verið svikin og blekkt af stjómmálamönnum sínum. Sofandi og kæmlausir hafa ráðamenn þjóðarinnar horft á það nú í meira en tvö ár, að svona færi, án þess að aðhafast nokkuð. Framsóknarflokkurinn var sá hlekkur, sem ekki mátti bresta, en nú er hann einnig brostinn. Nýkommúnistar hafa tekið þar við allri stjórn og kúgað hinn flokkshlutann til hlýðni, auð- sveipni og undirgefni, nákvæmlega á 24 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.