Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 55

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 55
keisarann 1949, og einn þeirra tíu, sem tókst að flýja úr fangelsinu 20. desember 1950. Þann dag staðnæmdist stór her- mannabíll, sem í voru sjö menn, allt í einu fyrir hliðum fangelsisins. Þau voru óðar opnuð af tveimur varðmönnum. Að- komumennirnir, þar á^meðal einn liðs- foringi, sýndu fyrirskipun um að flytja tíu kommúnista, sem væru þar, í annað fangelsi. Og það skipti engum togum: Föngunum tíu var troðið inn í hermanna- bílinn, varðmennirnir tveir þustu einn- ig inn í hann. Svo var ekið af stað — í eitt- hvert fylgsni kommúnista. Ýmis orðrómur hafði verið uppi um það síðan, hvar Roozbeh væri niður kom- inn, og fullyrt var, að hann stæði í stöð- ugu sambandi við annan fyrrverandi höfuðsmann í hernurn, Abbasi að nafni. En þar eð dvalarstaður hans var einnig ókunnur, lét Bakhtiar leynilögreglumenn að staðaldri ,,skyggja“ hin og þessi skyld- rnenni hans. Tveir þeirra fengu það hlut- verk, að halda ósýnilegan vörð um hús eitt í Teheran, sem bróðir Abbasi átti heima í. Kvöldið 12. ágúst 1954, klukkan rúm- lega níu, sáu þeir mann koma út úr þessu húsi, með skjalatösku og böggul undir öðrum arminum, og skunda í áttina til „jeppa“, sem beið þar álengdar. Annar varðmaðurinn þekkti Abbasi og sá þeg- ar í stað, að þetta var hann. Þeir tóku hann því umsvifalaust fastan, opnuðu skjalatösku hans, litu eitt andartak á það, sem í henni var, og óku síðan með fangann til fimmtu lögreglustöðvarinnar. Þar var nokkrum háttsettum foringjum leynilögreglunnar stefnt saman í flýti; og er þeir tóku að skoða innihald skjala- töskunnar, voru þeir ekki lengi í vafa um, að hér væri um óvenjulegan fund fyrir leynilögregluna að ræða. Þama voru minnisbækur, færðar á þrenns konar dulmáli. Þarna var upp- dráttur af Saadabadhöll, sumarbústað keisarans, með staðsetningu hvers varð- manns, sem þar ætti að vera, og sérstakri teikningu af herbergjum þjóðhöfðingj- ans. Þarna voru mörg blöð, þétt sett töl- um og ýmsum dularfullum táknum hornafræðinnar, rétt eins og þar hefði verið einhver hálærður stærðfræðingur að verki. Og þarna voru loks ýmis leyni- skjöl, sem stolið hafði verið úr skjalasöfn- um hersins, skýrslur um staðsetningu stórskotaliðs við landamæri Sovétríkj- anna, bréf með nöfnum nokkurra flokks- manna, minnisgreinar og margt fleira. En rannsókn málsins reyndist ekki eins auðveld og ætlað var í fyrstu eftir þennan fund. Abbasi neitaði með öllu að svara. Skyldfólk hans var yfirheyrt og hús þess skoðað, hátt og lágt; en lögreglan var litlu nær. Bróðir Abbasis vissi ekkert annað en það, að hann hefði hvert sinn, sem hann vildi komast í samband við Khosrov Roozbeh, sent bróður hans, sem væri járnbrautarstarfsmaður, bréfmiða. Og er sá hinn sami var kallaður fyrir, kvaðst hann ekki hafa hugmynd um, hvar Khosrov hefðist við. Sitt hlutverk hefði verið það eitt, að koma bréfmiðum Abbasis í hendur öðrum millilið, manni, sem væri tengdafaðir Mobasheris liðs- foringja, alþekkts mann í hernum. Leyni- lögreglan fékk nú skipun um að „skyggja“ þennan liðsforingja, og tveir sérfræðingar í dulmáli voru látnir fást við skjöl til þess að reyna að komast að efni þeirra. Svo liðu tólf dagar án þess að Bakhtiar fengi annað að hafzt en að naga neglur sínar og brjóta heilann um það, hve mikið kommúnistar kynnu að vita um það, sem gerzt hafði. En að þeim tólf dögum liðnum neitaði Abbasi jafn DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.