Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 15
------------------------------------------------------------------------------- komið á, þó að því sé enn ekki lýst yfir formlega. Taka Súez-skurðarins, sem vafalaust er gerð með samþykki Rússa, svarar til þess atburðar, sem hleypti raunverulega af stað síðustu heimsstyrjöld, en það var skipting Póllands. Þá hófu Bretar og Frakkar sameiginlega styrjöldina, sem leiddi til falls Hitlers og Mussolinis, og nú eru þeir einnig að hefja síðustu styrjöldina, sem leiðir til falls Títós, Nassers og Bulganins og allra annarra smærri og stærri einræðisherra, sem þrifist hafa í skjóli þeirra. ★ LOKAÞATTUR hinnar fjörutíu ára löngu styrjaldar er nú að hefjast við Miðjarðarhaf. Allir spádómar segja fyrir, að þar muni hún hefjast og þar muni hún fyrst og fremst verða háð, en breiðast þaðan út um allan heim. Það eru lokaátökin, áður en veldi Satans, með öllum sínum útibú- um, hrynur til grunna. Athyglisverðasti spádómurinn um það sem nú er að gerast er í 11. kapitula Daníelsbókar, sérstaklega frá 21. versi og út kapitulann. Það er spádómurinn um baráttuna milli „konungsins norðurfrá“ og „konungsins suðurfrá". í spádómi þessum er með orðinu „konungur“ átt við „heimsveldi“, en ekki við einstaka konunga eða valdamenn. 1 spádóm- um Daníels er þessi notkun orðsins „konungur“ algeng. Má þar t. d. benda á 7. kapítulann, um dýrin fjögur. Þar segir: „Þessi stóru dýr, fjögur að tölu, merkja það, að fjórir konungar munu hefjast á jörðunni.“ Nú vita allir, að þar var spáð um fjögur heimsveldi: Babyloniuríki, Meda- og Persa- ríki, Grikklandsríki og Rómaríki. Spádómurinn skilst ekki fyrr en hinum gamla heimi, Asíu, Evrópu og Afríku hefur verið skipt í tvö „konungsríki“: „Konungsríkið norðurfrá“ og „Konungsríkið suðurfrá“. Þetta merkir greinilega það, að allt þetta landflæmi kemur til með að lúta yfirráðum tveggja stórvelda og ræður annað norðurhlutanum, en hitt suðurhlutanum. Ef vér nú lítum á hnattlíkan eða kort, og drögum línu á það við suður- takmörk kommúnistaríkjanna, sjáum vér, að fyrir norðan línuna eru Rúss- land og leppríki þess öll, svo og Kína og Japan, sem mun ánetjast Rúss- um. Þetta er ríkið „norðurfrá". Fyrir sunnan línuna eru lönd Breta og Frakka í Asíu, svo og öll Arabaríkin og Afríka, en í Evrópu: Italía, Frakk- land, Sviss, Vestur-Þýzkaland, Holland, Belgía og loks Bretland. Það sjá allir, að þetta em þau landsvæði og lönd í Asíu, Afríku og Evrópu, sem Bretar hafa ráðið síðustu tvær aldimar, ásamt Frökkum, sem nú em orðnir hrein bandalagsþjóð Breta. Þetta er ríki „konungsins suðurfrá“. Með öðrum orðum: „Konungurinn norðurfrá“ er Rússland og sam- bandsríki þess og fylgiríki. „Konungurinn suðurfrá“ er Bretland og sam- .----------------------------------------------------------------------------- DAGRENNING 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.