Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 27
sama hátt og gert var í Alþýðuflokknum 1952—1953. Kommúnistar ráða nú í dag í raun og veru lögum og lofum á íslandi. Þeir geta skipað Alþýðuflokknum og Framsókn að gera hvað sem vera skal, því þeir hafa líf beggja í hendi sér, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn til að fremja níðingsverk á þessum flokkum með aðstoð kommún- ista, ef tækifæri býðst, eins og annars staðar er nánar rakið. Allt þetta stafar af skilningsskorti og ábyrgðarleysi þeirra flokka, sem farið hafa með völd í landinu að undanförnu. Þó merkilegt sé er það Sjálfstæðisflokk- urinn sem stærstu sökina á, því það voru hans verk fyrst og fremst, að Þjóðvamar- flokkurinn náði fótfestu í íslenzkum stjórnmálum 1953, en barðist af heimsku og skammsýni gegn Lýðveldisflokknum, sem hafði gagnstæða stefnu í þessum málum. Af átarfji Þjóðvarnarflokksins hefur leitt þá bölvun, sem nú er yfir dunin. Það var augljóst fyrir löngu, að Framsóknarflokkurinn mundi á sín- um tíma fara sömu leiðina og Alþýðu- flokkurinn fór 1952—1953, — að hann mundi verða nýkommúnismanum að bráð og rjúfa þá allt samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn, eins og nú er komið á daginn. En þessu var ekki trúað, þó á það væri margsinnis bent, heldur reynt að halda dauðahaldi í blekkinguna eins lengi og unnt var. í stað þess að þeir menn úr Framsókn og Alþýðuflokknum sem sáu að hverju fór, mynduðu með sér samtök, eða jafnvel stofnuðu nýjan stjórnmálaflokk, sem fylgdi hinni vest- rænu stefnu, létu þeir nýkommúnistana poka sig, og héðan af fá þeir engu ráðið um þá atburði, sem gerast á næst- unni í íslenzkri pólitík. Hvað mun þá gerast næst? munu margir spyrja. Það er næsta greinilegt. Umboðsmenn Rússa ráða nú mestu hér á landi. Leiðunum til vesturs hefur öllum verið lokað. Endurskoðun samningsins við Bandaríkin er aðeins ein blekkingin enn til viðbótar öllum hinum. Samkvæmt 7. gr. varnarsamningsins við Bandaríkin ber að leita álits Atlants- hafsbandalagsráðsins áður en samning- ar hefjast. Það álit liggur nú fyrir. Nið- urstaða á athugunum ráðsins er þessi: „Að lokinni vandlegri athugun á máli þessu frá pólitísku og hernaðarlegu sjón- armiði er það álit ráðsins, að enn sé þörf fyrir vamarlið á Islandi og nauðsynlegt sé að aðstaða og viðbúnaður sé þar fyrir hendi. Leggur ráðið eindregið til, að varnarsamningurinn milli Islands og Bandaríkjanna gildi áfram í því formi og með því fyrirkomulagi, er tryggi styrkleika hinna sameiginlegu varna. Ráðið treystir því, að í fyrirhuguðum viðræðum íslands og Bandaríkjanna verði fyllsta tillit tekið til niðurstöðu þess og þeirra athugasemda, er að ofan greinir.“ Dettur nokkrum manni í hug, að þeir menn, sem nú stjórna land- inu, taki til þessa hið minnsta tillit? Að- alblað stjórnarinnar, „Tíminn“, segir í ritstjórnargrein um orðsendingu At- lantshafsráðlsáns, undir fyrirsögn'inni „Orðsending frá París", — á þessa leið: „Orðaskipti íslenzku stjórnarinnar og fastaráðs Atlantshafsbandalagsins em nánast formsatriði og þess ekki að vænta, að þau leiddu neitt nýtt í ljós.“ Ennfremur segir þar: „íslenzka ríkisstjórnin spurðist fyrir um viðhorf ráðsins og hefur fengið svar. En eins og skýrt er fram tekið í samningsgrein- inni, er ákvörðunarréttur í varnarmálinu í DAGRENNING 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.