Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 53

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 53
hvernig Sovétríkin ríða, með aðstoð kommúnista, net njósnara sinna um heil þjóðlönd. En rannsókn málsins leiddi í ljós, að kommúnistarnir í Iran tóku bæði við fé og fyrirskipunum frá Moskvu. Saga samsærisins, sem fer hér á eftir, er byggð á frásögn þess manns, sem uppgötvaði það og reif sundur net njósnaranna, Timur Bakhtiars hershöfð- ingja, yfirmanns setuliðsins í höfuðborg írans, Teheran. Bakhtiar hershöfðingja tókst fyrir óvænt happ, þrautsegju og harðfylgi, að hafa upp á og sundra fjölmennum leyni- félagsskap kommúnistískra njósnara, sem fæstir óbreyttir flokksmenn kommúnista í íran höfðu einu sinni hugboð um, að til væri. Einstakir rússneskir njósn- arar hafa verið afhjúpaðir í mörgum löndum, svo sem fréttir frá Ottawa, Washington og London hafa borið með sér hin síðari ár. En í öll þau 38 ár, sem liðin eru síðan Sovétríkin voru stofn- uð, hefir aldrei áður tekizt að afhjúpa eins fjölmennan og heilsteyptan hring kommúnistískra njósnara þeirra, og nú í íran. Er það óneitanlega lærdómsríkt fyrir þá, sem lagt hafa trúnað á látalæti og blítt bros þeirra Krusjevs og Bulg- anins hina síðustu mánuði. Óvænt heimsókn. Sagan hefst síðsumars 1954. Bakhtiar hershöfðingi er önnum kaf- inn í skrifstofu sinni í Teheran eitt ágústkvöldið, þegar aðstoðarmaður hans kom inn og sagði, að úti fyrir biði mað- ur, sem segðist hafa verið ráðinn til þess af kommúnistum, að myrða hershöfð- ingann. Bakhtiar bað að vísa þessum „morðingja" inn! Maðurinn, sem nú birtist, var fríður sýnum, hár og vel vaxinn. Föt hans voru spjátrungsleg eins og ekki er ótítt um fatnað „gangstera". Hann kvaðst heita Jafari. Aðstoðarmaður hershöfðingjans lagði skammbyssu og fjögur skothylki á skrif- borð hans, og Jafari skýrði brosandi út að eyrum frá því, að þetta væru vopnin, sem kommúnistar hefðu fengið honum til banatilræðisins. Bakhtiar virti hann fyrir sér. Senni- lega væri þessi maður ekkert annað en lukkuriddari, sem langaði til að auglýsa sig eða vinna til einhverrar þóknunar í peningum, hugsaði hann. — „Hvers vegna komið þér hingað og skýrið frá þessu ótilkvaddur?" spurði hann að lok- um, tortryggnislegur á svip. „Samvizka mín leyfði mér ekki að svipta einlægan föðurlandsvin, eins og yður, lífi,“ svaraði Jafari. „Auk þess er ég fyrir löngu orðinn þreyttur á að lifa lífi laridráða- og samsærismanns." Hermdarverkamaður að iðn. Við frekari yfirheyrslu kvaðst Jafari vera úr hermdarverkadeild Tudehflokks- ins, þ. e. hins ólöglega kommúnistaflokks í íran, en helzta hlutverk þeirrar deildar væri að myrða pólitíska andstæðinga kommúnista. Fyrir um það bil þremur vikum hefði sér verið falið að vinna á Bakhtiar hershöfðingja. Og á þessari stundu biði yfirboðari hans þess á götu- horni í norðurhluta borgarinnar, að fá skýrslu um undirbúning banatilræðis- ins. Er hér var komið sögu, var Bakhtiar farinn að trúa því, að þessi furðulegi gest- ur hefði í raun og sannleika átt að myrða hann. Og vissulega hefði hann ekki hætt við það af neinni föðurlandsást, hugsaði hershöfðinginn, heldur aðeins af ótta um eigi líf. Hefði Jafari neitað að fram- DAGRENNING &1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.