Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 14
------------------------------------------------------------------------------: rænu þjóða eru nauðsynlegur undanfari þeirrar hreinsunar, sem þarf að fara fram með þessum þjóðum, áður en þær taka að fullu og öllu við hlutverki sínu, sem „stjórnendur með Guði“. í spádómsútreikningum svarar árið 1956 til ársins 1933, þegar Hitler tókst að ná völdum í Þýzkalandi og hóf undirbúninginn að annarri heims- styrjöldinni. Rússum mun á þessu ári takast að sundra allmjög vestræn- um þjóðum og hefja undirbúninginn að þriðju og síðustu „fæðingarhríð- inni“, en að henni lokinni hefst Harmagedon, þegar Drottinn gengur í dóm við þjóðirnar með þeim hætti, að engum misskilningi getur valdið, og þá fyrst, að því loknu, er að vænta „nýs himins og nýrrar jarðar, því hið fyrra er farið.“ Það, sem hér er vitnað til, er skrifað í byrjun þessa árs — í janúar, og þó að efni til löngu fyrr. Fæstir munu hafa veitt því eftirtekt, að í maímán- uði í vor voru viðsjárnar milli ísraels og Arabaríkjanna orðnar slíkar, að búizt var við, að þar brytist út styrjöld þá og þegar. Og þegar svo var kom- ið, að öll ráð sýndust haldlaus, áttu Bandaríkjamenn frumkvæði að því, að Dag Hammarskjold, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var send- ur í málamiðlunarleiðangur til Egyptalands og ísraels og þýðing þeirrar sendiferðar var undirstrikuð með því, að Bandaríkin sendu öflugan her- skipaflota á eftir Hammarskjold inn í Miðjarðarhaf, til þess að vera þar til taks, ef sendiför hans bæri ekki tilætlaðan árangur. Þessi herskipafloti hefur hafzt þar við síðan, og má sjálfsagt þakka honum, frekar en Hammar- skjold, þá kyrrð, sem verið hefur milli Egypta og ísraels síðustu mánuð- ina. Bandaríkjamenn leggja megináherzlu á, að ekki komi neins staðar til vopnaviðskipta, fyrr en eftir forsetakosningarnar í nóvember. ★ Afstaða öll í stjórnmálum er ekki ósvipuð nú og hún var í byrjun síð- asta stríðs. Þrír einræðisherrar hafa nú tekið höndum saman eins og þá. Þessir einræðisherrar voru í fyrri átökunum: Hitler, Mussolini og Stalin, en eru nú Nasser, Tító og Bulganin. Á móti þeim standa sundraðar þjóðir, en Bretar og Frakkar hafa þó samstöðu nú, eins og þá, en Bandaríkja- menn tvístíga nú, eins og þá. Nýkommúnisminn er að leysa upp Atlantshafsbandalagið nú eins og hlutleysisstefna nazistaáranna leysti upp öll fyrri tengsl vestrænu þjóðanna. Hver áreitnin annarri verri hefur verið höfð í frammi við Breta og Frakka, og þeir flæmdir burtu úr löndum og stöðvum, sem þeim voru mikilsverð. Fyrir síðustu styrjöld ráku Rússar og Þjóðverjar smiðshöggið á með griða- sáttmála sínum og skiptingu Póllands. Nú er vitað, að fyrir dyrum stendur vináttu- og varnarbandalag milli Egypta og Rússa, og í raun réttri er það s_____________________________________________________________________________< 12 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.