Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 29
þá skoðun, að friðvænlegra sé í heim- inum nú en áður. En það mun reynast réttast í því efni, sem Truman fyrrver- andi Bandaríkjaforseti sagði nýlega, að „aldrei síðan styrjöldinni síðustu lauk hafi styrjaldarhættan verið meiri en nú, þótt hún sé að ýmsu leyti betur dul- in nú en oft áður.“ Fastaráð Atlantshafsbandalagsins er á svipaðri skoðun. Það segir í svari sínu til íslenzku ríkisstjómarinnar: „Það er álit ráðsins, að ástand og horf- ur í alþjóðamálum hafi ekki batnað svo, að eigi sá lengur þörf fyrir varnarlið á íslandi. Eins og nú horfir mundi brott- för hins bandaríska vamarliðs, sem dvelst á íslandi á vegum alls bandalags- ins, valda því, að landið yrði gersam- lega varnarlaust. Veigamikið skilyrði til að koma í veg fyrir árás á Norður- Atlantshafsvæðinu væri ekki lengur fyr- ir hendi og hlekk vanta í vamarkeðju þá, sem öryggi vort byggist á.“ Það er aðeins rússneskur áróður að ófriðarhætta sé minni eða hafi verið minni en áður. Að svo lítur út stafar af tvennu. Annars vegar af því, að samtök Atlantshafsríkjanna hafa skapað ótta hjá Rússum og hins vegar af því, að hlut- leysisstefnunni er nú um sinn beitt fyrir í áróðrinum. Rússar og aðrar kommún- istaþjóðir em fjær því nú en nokkru sinni áður, að hætta við heimsyfirráða- stefnu sína. Þær beita aðeins meiri læ- vísi og slægð en áður. # Fyrir skömmu hélt Robertson aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkjanna ræðu á fundi bandarískra lögfræðinga, þar sem hann hélt því fram, að Ráðstjómar- ríkin og Kína héldu enn fast við kenn- ingar Lenins um heimsyfirráð kommún- ismans. Um ræðu þessa segir svo í blaði einu nú fyrir skemmstu: „Máli sínu til sönnunar vitnaði Ro- bertson í ræðu, sem Liu Shao-Chi, opin- ber talsmaður kínverska kommúnista- flokksins og annar mesti valdamaður inn- an hans, hélt fyrir skömmu í Peking, en þar sagði hann m. a.: „Gata Ráðstjórnarinnar er gata, sem allt mannkynið hlýtur óhjákvæmilega að þræða. Við höfum alltaf haldið því fram, að Marxismi og Leninismi séu al- heimssannleikur." Því næst vitnaði Robertson í skilgrein- ingu Lenins á svonefndum „alheimssann- leika,“ en um hann segir Lenin: „Fyrst munum við leggja undir okk- ur Austur-Evrópu, síðan alla Asíu, og loks munum við umkringja Ameríku, síðasta virki kapitalismans. Við munum ekki þurfa að ráðast á hana, hún mun falla í hendur okkar eins og ofþroskaður ávöxtur." Til þess að sanna það, að Ráðstjórnar- ríkin haldi enn fast fram þessari stefnu, vitnaði Robertson í eftirfarandi kafla úr ræðu, sem formaður rússneska kommún- istaflokksins, Nikita Krutsjoff, hélt hinn 17. september 1955 í Moskvu. Hann hljóðar svo: „Hver sá, sem skilur bros okkar þann- ig, að við höfum snúið baki við stefnu Karls Marx og Lenins, fer villur vegar. Þeir, sem halda því fram, verða að bíða, þangað til föstudagurinn langi lendir á laugardegi." Af þessu sést, sagði Robertson, að hvorki Ráðstjórnarríkin né Kína hafa sagt skilið við það takmark Lenins að leggja undir sig heiminn, þrátt fyrir út- skúfun Stalins. í öllu því flaustri, sem fylgdi hinni formlegu afneitun á Stalin, hefir enn ekki DAGRENNING 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.