Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 34
Allir þrír íslenzku stjórnmálaflokkarn-
ir hér á landi eru stéttarflokkar, sem fyrst
og fremst reyna að skara eld að eigin
köku og gæta einskis hófst í því að rífa
þjóðfélagið í sundur, með verkfallsátök-
um, svikastarfsemi og lygaáróðri, sem
hlýtur að lokum að eyðileggja þjóðina,
andlega og efnalega. Þeir menn, sem
ekki geta aðhyllst þessa starfsemi og gera
sér ljóst hvert stefnir, eiga hvergi neitt
athvarf í stjórnmálum. Og slíkir kjósend-
ur verða fleiri og fleiri með hverju árinu
sem líður.
Allir þessir flokkar hafa gjörsamlega
yfirgefið hinn eina rétta grundvöll
stjómmálanna, en ltann er sá að vera
hvorttveggja í senn kristilegur og þjóð-
legur. Allir íslenzku stjórnmálaflokk-
arnir eru heiðnir ræningjaflokkar og
hirða í engu um hina kristnu arfleifð ís-
lenzku þjóðarinnar. Löggjöfin ber þessa
gleggst merki, því hún brýtur niður
þjóðfélagið í stað þess að byggja það upp.
Hér þýðir ekki að benda á að Alþingi sé
sett með guðsþjónustu og önnur slík
formsatriði, sem enn er ekki með öllu
búið að afmá. Hitt er hinn rétti mæli-
kvarði: Að dæma eftir þeim ávöxtum
sem starf þeirra hefur borið í þjóðlífinu.
Lesið blöð þeirra og sjáið hver árangur-
inn er. Þar dæma þeir sig sjálfir.
IV.
í einu nágrannaríki voru er starf-
andi kristilegur stjórnmálaflokkur. Það
er í Noregi. Hann hefur starfað þar
um tuttugu ára skeið og er nú þriðji
stærsti flokkur norsku þjóðarinnar.
Þegar hann varð til vantaði ekki
hrakspár hinna flokkanna, um hvernig
fara mundi fyrir honum. Hann mundi
lognast útaf fljótlega. Hann mundi ekk-
ert gagn gera. Hann væri flokkur hræsn-
ara og afturlialdsseggja. Hann ætlaði að
taka sér „einkarétt á Guði almáttugum“,
og þannig dundu hrakspárnar og sví-
virðingarnar á hinum unga flokki árum
saman.
En fólkið flykktist í flokkinn og nú
hefur hann 15 þingmenn í Stórþinginu
og er þriðji stærsti flokkur landsins hvað
atkvæðamagn snertir.
í febrúar 1955 flutti norskur prestur,
Alex Johnson, fyrirlestur í studentafélag-
inu í Osló, sem hann nefndi „Kristin-
dómur og pólitík." Fyrirlesarinn lét þar
ýms orð falla um Kristilega flokkinn í
Noregi, sem hinum flokkunum þótti
verulegur fengur í. Meðal annars sagði
hann það, að Kristilegi flokkurinn væri
„sjúkdómseinkenni á norsku stjórnmála-
lífi.“ Blað Kristilega flokksins, „Folkets
Framtid" átti nokkru síðar viðtal við fyr-
irlesarann, um þessi ummæli hans og
fleiri, og kom þá í ljós, að skoðun hans
var öll önnur, en blöðin höfðu sagt. Þau
höfðu, eins og vant var, rifið einstakar
setningar úr sambandi, og hlaupið með
þær eins og hundar með bein.
„Það er rétt,“ sagði fyrirlesarinn, „að
ég sagði það, að Kristilegi flokkurinn
væri „sjúkdómseinkenni á norsku stjórn-
málalífi," og það sem ég á við með því er
það, að Kristilegi flokkurinn varð til
vegna þess að stjórnmálalífið þjáðist af
hrörnunarsjúkdómi (mangelsykdom).
Kristindómurinn var ekki lengur hin
sjálfsagða undirstaða flokkspólitíkurinn-
ar.“ „Það væri því miður óhugsandi,“
segir séra Johnson ennfremur, „að vér hér
heima gætum byrjað kosningabardagann
með sameiginlegri guðsþjónustu með
flokksforingjana alla sitjandi saman á
fremsta bekk, og þar sem beðið væri fyrir
því, að kosningabaráttan yrði háð af sann-
girni og með heiðarleik. Bæði í Englandi
32 DAGRENNING