Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 31

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 31
inn í blekkingavef nýkommúnismanns. Hitt er og jafn fráleitt að miða nú við þær aðstæður sem voru 1949. Hinar stórfelldu breytingar sem síðan hafa orðið á öllum sviðum, og ekki sízt í samskiptum þjóðanna, segja hér til sín eins og annars staðar. Aðeins um tvennt getur verið að tala, ef íslendingar vilja vera virkir þátttakendur í vömum vestrænna þjóða, og hafa vinsamlega afstöðu til þeirra. Annað er það að hafa hér ákveðinn fjölda hermanna, til að gæta varnar- stöðvanna, frá þeirri þjóð, sem við telj- um okkur mestan styrk í að hafa — og þá eru það tvímælalaust Bandaríkin. —• Hitt er að stofna íslenzkan her, sem að nokkrum árum liðnum gæti verið þess umkominn að taka við gæzlu varnar- stöðvanna hér, undir yfirstjórn Atlants- hafsbandalagsins, eins og hinar Norður- landaþjóðirnar gera. Fjárkofa-stefna núverandi ríkisstjórn- ar í utanríkismálum, er gervistefna, búin til og borin fram í þeim tilgangi að vera einn áfanginn á þeirri leið að hrekja ís- land út úr samtökum vestrænna þjóða, svo það fái sem fyrst ástæðu til að leita skjóls fyrir austan tjald. # Aðeins eitt er nú fyrir hendi fyrir ís- lenzku þjóðina og það er að rísa ein- huga upp gegn því glæfraspili, sem nú er verið að leika með framtíð hennar, heiður og líf. Með loforðum, sem ekki á að efna, og blekkingum, voru margir tældir til að kjósa Framsóknar- og Al- þýðuflokkinn í trausti þess, að þeir flokkar tækju ekki upp samstarf við kommúnista. Allt þetta fólk á nú að segja skilið við þessa flokka og fylkja sér í nýjan stjómmálaflokk, sem vill af einlægni vestrænt þjóðasamstarf, og vill að ísland vanefni ekki eða svíkist und- an þeim skuldbindingum, er það tekst á hendur sem frjálst og fullvalda ríki. Þessi nýi flokkur verður einnig að hefja miskunnarlausa herferð gegn kommúnismanum í öllum myndum hans. Þetta fólk getur ekki gengið í Sjálf- stæðisflokkinn, né fylgt sér undir merki hans, af mörgum ástæðum, og ekki hvað sízt af þeirri, að honum er ekki treyst- andi til fullrar andstöðu við kommún- ista. Hann hefir myndað með þeim rík- isstjórn. Hann hefir unnið með þeim í verkalýðsfélögunum, og afhent Jieim yfirráðin þar, og hann hefir nú síðast léð máls á því að þiggja hjálp þeirra til að vinna ótrúlegt óhæfuverk á öðrum stjórnmálaflokkum í landinu. Margir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum, eiga þar ekki heima, heldur gerðu það í mótmælaskyni við stefnu hinna flokkanna, því þeir áttu engra annarra kosta völ. Það er einnig mjög líklegt, að margir aðrir úr þeim flokki skipuðu sér í nýjan flokk, sem hefði ákveðna stefnu í hinum þýðingarmestu málum þjóðarinnar, öðrum en varnar- málinu, en slíka stefnu skortir alla þá stjórnmálaflokka, sem nú eru til á ís- landi. Stofnun slíks flokks þolir tæpast bið öllu lengur. Það verður að hefjast handa nú þegar, því eftir eitt ár getur það verið of seint. DAGRENNING 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.