Dagrenning - 01.08.1956, Side 31

Dagrenning - 01.08.1956, Side 31
inn í blekkingavef nýkommúnismanns. Hitt er og jafn fráleitt að miða nú við þær aðstæður sem voru 1949. Hinar stórfelldu breytingar sem síðan hafa orðið á öllum sviðum, og ekki sízt í samskiptum þjóðanna, segja hér til sín eins og annars staðar. Aðeins um tvennt getur verið að tala, ef íslendingar vilja vera virkir þátttakendur í vömum vestrænna þjóða, og hafa vinsamlega afstöðu til þeirra. Annað er það að hafa hér ákveðinn fjölda hermanna, til að gæta varnar- stöðvanna, frá þeirri þjóð, sem við telj- um okkur mestan styrk í að hafa — og þá eru það tvímælalaust Bandaríkin. —• Hitt er að stofna íslenzkan her, sem að nokkrum árum liðnum gæti verið þess umkominn að taka við gæzlu varnar- stöðvanna hér, undir yfirstjórn Atlants- hafsbandalagsins, eins og hinar Norður- landaþjóðirnar gera. Fjárkofa-stefna núverandi ríkisstjórn- ar í utanríkismálum, er gervistefna, búin til og borin fram í þeim tilgangi að vera einn áfanginn á þeirri leið að hrekja ís- land út úr samtökum vestrænna þjóða, svo það fái sem fyrst ástæðu til að leita skjóls fyrir austan tjald. # Aðeins eitt er nú fyrir hendi fyrir ís- lenzku þjóðina og það er að rísa ein- huga upp gegn því glæfraspili, sem nú er verið að leika með framtíð hennar, heiður og líf. Með loforðum, sem ekki á að efna, og blekkingum, voru margir tældir til að kjósa Framsóknar- og Al- þýðuflokkinn í trausti þess, að þeir flokkar tækju ekki upp samstarf við kommúnista. Allt þetta fólk á nú að segja skilið við þessa flokka og fylkja sér í nýjan stjómmálaflokk, sem vill af einlægni vestrænt þjóðasamstarf, og vill að ísland vanefni ekki eða svíkist und- an þeim skuldbindingum, er það tekst á hendur sem frjálst og fullvalda ríki. Þessi nýi flokkur verður einnig að hefja miskunnarlausa herferð gegn kommúnismanum í öllum myndum hans. Þetta fólk getur ekki gengið í Sjálf- stæðisflokkinn, né fylgt sér undir merki hans, af mörgum ástæðum, og ekki hvað sízt af þeirri, að honum er ekki treyst- andi til fullrar andstöðu við kommún- ista. Hann hefir myndað með þeim rík- isstjórn. Hann hefir unnið með þeim í verkalýðsfélögunum, og afhent Jieim yfirráðin þar, og hann hefir nú síðast léð máls á því að þiggja hjálp þeirra til að vinna ótrúlegt óhæfuverk á öðrum stjórnmálaflokkum í landinu. Margir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum, eiga þar ekki heima, heldur gerðu það í mótmælaskyni við stefnu hinna flokkanna, því þeir áttu engra annarra kosta völ. Það er einnig mjög líklegt, að margir aðrir úr þeim flokki skipuðu sér í nýjan flokk, sem hefði ákveðna stefnu í hinum þýðingarmestu málum þjóðarinnar, öðrum en varnar- málinu, en slíka stefnu skortir alla þá stjórnmálaflokka, sem nú eru til á ís- landi. Stofnun slíks flokks þolir tæpast bið öllu lengur. Það verður að hefjast handa nú þegar, því eftir eitt ár getur það verið of seint. DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.