Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 57

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 57
gæti einn lesið. Annars hefði liðsforingja- samsærið aðra miðstöð í Khanegahstræti og kynni Roozbeh að hafast við í ann- arri hvorri þeirra. Abbasi talaði í þrjár klukkustund- ir; og er hann hafði lokið máli sínu, var Bakhtiar því líkast innan brjósts sem væri hann að vakna af svefngöngu á yztu þakbrún uppi á háum skýjakljúfi. Hann hafði hingað til haldið, að hann gerði sér nokkurn veginn ljósa grein fyrir stærð og starfi kommúnistaflokksins í íran, þótt hann vissi hvorki, hvar prent- smiðja hans væri niður komin, né helztu forsprakkar hans. En nú hafði játning þessa fanga allt í einu opnað honum inn- sýn í ægilegan veruleika, sem hann hafði ekki einu sinni látið sig dreyma um: Flokkurinn hafði ekki aðeins á að skipa fjölda manns í mörgum æðstu stöðum hersins, heldur var hann og búinn að hreiðra um sig á mörgum þýðingarmestu skrifstofum sjálfrar ríkisstjómarinnar! Nokkrum dögum síðar var gerð hús- rannsókn í báðlum miðstöðvum liðs- foringjasamsærisins og margir þeirra teknir fastir, þótt Roozbeh reyndist ekki vera þar á meðal. Honum náði Bakhtiar aldrei. En á meðal skjalanna, sem gerð voru upptæk, voru nokkur skráð á dul- máli, og hugði Bakhtiar þar vera fólgin nöfn hinna kommúnistísku liðsforingja, sem Abbasi hafði skýrt honum frá. Handtökurnar, sem fram fóru við þetta tækifæri og næstu vikur á eftir, stað- festu fullkomlega frásögn Abbasis. Á meðal fangannna voru, til dæmis, höf- uðsmaður úr flughernum, liðsforingi, sem hafði strokið úr herþjónustu, en síðan verið kosinn í framkvæmdaráð kommúnista, höfuðsmaður úr lögregl- unni og margheiðraður herforingi, sem hafði eitt sinn borið ábyrgð á öflun birgða til hersins og fyrir fáum árum dvalið átján mánuði í Sovétríkjunum í opinberum erindum. Mörg mikilvæg skjöl, þar á meðal nokkur, sem stolið hafði verið á skrifstofum ríkisstjórnar- innar, fundust heima hjá einum starfs- manni landbúnaðarráðuneytisins. En þar fannst einnig skrá um alla kommún- ista, sem starfandi væru á stjórnarskrif- stofunum. Mobasheri, höfundur dulmáls- ins á skjölum samsærismanna, náðist fljótlega, en hann þverneitaði að láta lyk- il dulmálsins í té. Hann reyndi að fyrir- fara sér í fangelsinu með því að stinga ryðguðum nagla úr þili vanhússins í lífæðina á öðrum úlnlið sínum. En það varð kunnugt í tæka tíð og hann fluttur í sjúkrahús, þar sem sár hans voru grædd. Samband við Sovétsendiráðið. Þótt enn yrði lengi að bíða þess, að rúnir dulmálsskjalanna væru ráðnar, töl- uðu ýmis önnur plögg, sem upptæk voru gerð á skrifstofum samsærismanna og í heimahúsum þeirra, ómyrku máli. Sum þeirra sýndu svo greinilega, að ekki varð um efast, að samsærismennirnir í hernum stóðu í beinu sambandi við sendiráð Sovétríkjanna í Teheran. Jafnvel pen- ingaskápurinn, sem sum þessara skjala fundust í, var af rússneskum uppruna. Enn önnur skjöl sýndu og sönnuðu, að kommúnistar vissu hér um bil öll helztu ríkisleyndarmál írans. Þeir vissu ná- kvæmlega, hve fjölment setuliðið í Te- heran var, höfðu afrit af dulmálsskeytum þjóðhollra hershöfðingja, þar á meðal einu mjög mikilvægu frá sjálfum yfir- manni herforingjaráðsins, svo og ýtarleg- ar skýrslur um öll hergögn, sem íran hafði fengið frá Bandaríkjunum, og um staðsetningu þeirra. Er Mobasheri hafði náð sér eftir sjálfs- DAGRENNING BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.