Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 6
6 Í því tölublaðið Ægis sem nú kemur út er rætt við nokkra smábáta- sjómenn vítt um land. Þeirra tími ársins, ef svo má segja, er að renna upp; sumarið. Að sjálfsögðu er þó ekki hægt að einfalda hlutina svo mikið - eða í raun afbaka - því smábátasjómennska er jú heilsársat- vinnugrein, þó flestum bátum sé róið yfir sumartímann. Þar kemur til strandveiðikerfið en þó fyrst og fremst veðurfarslegar aðstæður fyrir þessi minnstu fiskveiðitæki flotans. Lengi hafa smábátasjómenn á það bent að einmitt veðurfars- legar aðstæður marki þessum flota svo stífan ramma til úthalds á sjó að hann einn og sér dugi til að skammta smábátunum þá hlut- deild í afla sem ásættanleg sé. Eins og lesa má í þessum viðtölum við smábátasjómennina hefur veturinn í vetur einmitt verið bátaút- gerðinni mjög mótdrægur, gæftaleysi vikum saman og raunar hafa snöggtum stærri bátar átt í mesta basli með sjósókn víða um land. Mikið er því til í því að smábátarnir séu mjög svo háðir þessum duttlungum náttúrunnar, ekki síður en öðrum. Eitt eru veðrin - annað er þróun fiskistofnanna á grunnslóð. Varla tjáir sig nokkur smábátasjómaður án þess að benda á þann vanda sem flotinn á við að etja þegar ýsukvótinn er orðinn jafn lítill og raun ber vitni. Það er nánast vinnuregla fyrir marga báta að keyra tugi mílna á fullkomnum flótta undan ýsunni því á mörgum stöðum er vandinn nefnilega hreint ekki sá að ekkert fáist af ýsu heldur er þvert á móti nóg af henni en kvótann hins vegar skortir. Stofninn mælist engu að síður í lægstu gildum hjá fiskifræðingum. Hér má setja í samhengi þá kröfu sem margir hafa uppi að öllum tilfærslum með kvóta, sölu og jafnvel leigu á kvóta, verði hætt þar sem allt slíkt flokkist undir brask. Hvar væru þá margir smábátasjómenn staddir í dag? Þetta er auðvitað dæmi um upphrópanir sem lýsa umtals- verðri vankunnáttu á því hvernig útgerð gengur fyrir sig og enn og aftur skal það undirstrikað að einmitt möguleikinn til tilfærslna heimilda í kerfinu er grundvöllurinn að því að nýta fiskveiðiauð- lindina rétt. Og ganga um hana af virðingu fyrir umhverfinu. Duttlungar náttúrunnar voru nefndir hér að framan. Smábáta- sjómenn upplifa einmitt nú um stundir bakslag í grásleppuveiðun- um, sem hafa verið uppistaða lífsviðurværis margra þeirra í gegnum tíðina. Oft hafa komið lægðir í hrognamarkaðinn en dýfan er mikil núna og kemur illa við margan smábátasjómanninn. Og er að heyra á þeim sem þó settu net í sjó í vor að veiðin hafi ofan í kaupið verið með slakasta móti þó eins og fyrri daginn eigi það ekki við um alla firði og flóa landsins. Strandveiðar smábáta eru nýhafnar og fátt sem bendir til annars en þeim afla sem úthlutað er til þeirra verði náð, líkt og undanfarin ár. Öllu meiri óvissa er um hvort makríllinn gefur sig á grunnslóð eins og hann hefur gert allra síðustu ár. Smábátasjómenn hafa þegar sannað að þær veiðar eru mikilvægur þáttur í smábátaút- gerðinni hér á landi og skila góðum afla til vinnslu. Það er svo önnur saga hvort hægt er að fullyrða að makríllinn sé kominn hér að ströndum til frambúðar eða hvort snögglega hægir á þeim göng- um. Er á meðan er. En smábátasjómenn grípa tækifærið meðan gefst. Það hafa þeir alltaf gert. Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Heimur smábátasjómanna Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. MAKING MODERN LIVING POSSIBLE Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is Danfoss stjórnbúnaður fyrir íslenskan iðnað Rofabúnaður • Mjúkræsar • Segullokar Hitastillar • Hitanemar Stjórnbúnaður með áratuga reynslu við íslenskar aðstæður Hitaliðar • Þrýstiliðar • Þrýstistillar • Þrýstinemar R itstjórn a rp istilll

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.