Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 19
19 Fyrirkomulag strandveiða er samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins með nánast óbreyttum hætti frá því sem var í fyrra. Tvær breytingar eru þó á, annars vegar að bátar þurfa ekki að tilkynna löndunarstað við upphaf veiði- ferðar og hins vegar að enginn eigenda lögaðila sem á bát með strandveiðileyfi getur átt aðild nema að einu strandveiði- leyfi. Fyrsti dagur strandveiða í ár er mánudagurinn 5. maí, róðradagar eru 4 dagar í viku - mánudagur - fimmtudag að undanskildum 1. maí, uppstign- ingardegi, öðrum í hvítasunnu, 17. júní og frídegi verslunar- manna. Líkt og áður eru veiðisvæðin fjögur, þ.e. A svæði nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi að Súðavíkurhreppi, B svæði frá Strandabyggð að Grýtubakka- hreppi, C svæði frá Þingeyjar- sveit að Djúpavogshreppi og D svæði frá Sveitarfélaginu Hornafirði að Borgarbyggð. Mánuðir strandveiða eru fjórir, þ.e. maí, júní, júlí og ágúst. Heimildir einstakra svæða má sjá í meðfylgjandi töflu en samanlagt má veiða 8.600 lestir af óslægðum botn- fiski á strandveiðum í ár. Fiski- stofa stöðvar veiðar á tilteknum svæðum með auglýsingu þegar sýnt er að leyfilegum heildar- afla í viðkomandi mánuði verði náð og ber þá fiskiskipum á við- komandi svæði að hætta veið- um. Náist hins vegar ekki að veiða heimilaðan afla tiltekins landsvæðis í maí, júní eða júli bætast ónýttar heimildir við næsta mánuð þar á eftir. Sama gildir ef afli er umfram heimild- ir. Hver veiðiferð á strandveið- um má standa að hámarki í 14 klukkustundir og er miðað við þann tíma sem fiskiskip lætur úr höfn og þar til það kemur aftur til löndunar. Aðeins er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Að hámarki má hafa fjórar færarúllur um borð og engin önnur veiðarfæri en hand- færarúllur mega vera um borð. Skipting heimilda á standveiðum í óslægðum botnfiski (tonn). Botnfiskur maí júní júlí ágúst Svæði A 725 858 858 429 Svæði B 509 611 611 305 Svæði C 551 661 661 331 Svæði D 600 525 225 150 8.600 lestir til skiptanna á strandveiðum í sumar Strandveiðiflotinn verður að í fjóra mánuði í ár, líkt og í fyrra. Þeir geta verið vænir þorskarnir á strandveiðunum. S tra n d v eiða r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.