Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 12
Fyrirtækið Naust Marine í Hafnarfirði hefur á undanförn- um árum selt vindustjórnkerfi, sem fyrirtækið framleiðir í rúss- neska versksmiðjutogara. Kerf- ið, sem heitir ATW Catch Control, stjórnar togvindum skipanna en í þessum tilvikum er ekki um að ræða skipti á vindubúnaðinum sjálfum og rafmótorum sem knýja vindurnar, heldur er eingöngu skipt um stjórnbúnaðinn sjálf- an. Naust Marine hefur um árabil nær eingöngu sótt sín verkefni á erlenda markaði og vindustjórnbúnaður frá fyrir- tækinu verið settur um borð í skip í flestum heimsálfum. Í öðr- um tegundum skipa er þá oft- ast einnig skipt út vindum og rafmótorum sem Naust Marine hefur þá verið innifalið í tilboði Naust Marine. Vindubúnaður af stærstu gerð Þessir rússnesku togarar eru af stærri gerðinni, 127 metra langir verksmiðjutogarar með mjög öflugu rafmagnsvindu- kerfi. Á sínum tíma létu Sovét- ríkin sálugu byggja nokkra tugi slíkra skipa og þau eru víða að veiðum í dag, til dæmis úti fyrir Afríkuströndum. Elstu skipin eru orðin yfir þrjátíu ára gömul og stjórnbúnaður fyrir vindurn- ar orðinn úr sér genginn. „Þessi verkefni vinnum við þannig að við setjum kerfin saman hér heima og rússneskir Naust Marine í Hafnarfirði: Selja vindustjórn- búnað í rússnesk verksmiðjuskip T æ k n i 12 Helgi Kristjánsson, sölustjóri Naust Marine.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.