Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 28
28
Fiskvinnslu- og útgerðarfélagið
Stakkavík ehf. í Grindavík var
stofnað í mars 1988 af feðgun-
um Ólafi Gamalíelssyni, Her-
manni og Gesti Ólafssonum og
Benedikt Jónssyni, tengdaföð-
ur Hermanns. Fyrstu árin verk-
aði Stakkavík fisk nær ein-
göngu í salt og sérhæfði sig í
vinnslu á stórum fiski enda allt
handflatt og flakað þar sem
engar voru vélarnar. En nú eru
tímarnir breyttir og Stakkavík
orðið eitt af stærri fiskvinnslu-
fyrirtækjunum á staðnum.
Fyrirtækið keypti fyrsta bát
sinn árið 1995 og í kjölfarið
stækkaði bátaflotinn hratt. Í
dag er Stakkavík nútímalegt fyr-
irtæki með allan nýjasta útbún-
að bæði til sjós og lands.
Nýir bátar í smíðum
Stakkavík sérhæfir sig í ferskum
fiski til útflutnings og í bátaflota
þess eru nú 7 dagróðrabátar
sem gerðir eru út á línu stærst-
an hluta ársins. Breyt ing ar eru
framundan á bátaflotanum því
Stakkavík hefur samið við
bátasmiðjuna Seiglu um smíði
á tveimur stórum línubátum
sem koma til með að geta tekið
allt upp í 42 ker í lest.
Hermann Ólafsson er fram-
kvæmdastjóri Stakkavíkur.
Hann segir að nýju bátarnir
verði algjör bylting. Lestarrýmið
í flotanum sé ekki nægilegt og
þess vegna hafi skapast vand-
ræði í miklu fiskeríi. Stefnt er að
því að fyrri báturinn verði kom-
inn í rekstur næsta haust. Þá
verði einhverjir af minni bátun-
um seldir.
„Bátarnir okkar eru kannski
með 10-12 ker í dag þannig að
nýju bátarnir munu bæta þetta
verulega. Einn bátur verður því
á við fjóra báta en eitt breytist
þó aldrei. Það verða áfram bara
24 tímar í sólarhringnum,“ segir
Hermann og slær á létta
strengi.
Með stærri bátum opnast sá
möguleiki að slægja fyrri lögn-
ina og koma síðan að landi með
seinni lögnina óslægða. Þetta
er ekki hægt á bátum Stakka-
víkur í dag vegna plássleysis í
þeim. Nýju bátarnir verða auk
þess með fullkominni aðstöðu
Unnið við snyrtingu á flökum. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti og snyrtimennsku hjá Stakkavík.
Nánast allur afli Stakkavíkur er unninn í ferskfisk og sendur til kaup-
enda víða um heim.
Útgerð,
fiskvinnsla og
ferðamannaþjónusta!
F
isk
v
in
n
sla