Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 34

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 34
34 „Sérhæfing okkar felst í veiðum á nýjum og vannýttum sjávar- lífverum og við höfum nóg að gera,“ segir Davíð Freyr Jónsson hjá fyrirtækinu Arctic Seafood. Frá árinu 2008 hefur þetta litla fyrirtæki tekist á við áhuga- verða nýsköpun í sjávarútvegi. Árið 2010 byrjuðu Davíð Freyr og félagar að reyna fyrir sér í makrílveiðum á bát sínum, Fjólu GK. Kílóin urðu ekki ýkja mörg það árið en öllu betri tveimur árum síðar en á vertíð- inni 2012 fiskuðu þeir tæplega 250 tonn af makríl. „Þessi góði árangur okkar og annarra það árið varð líklega til þess að mikil sprenging varð í áhuga smá- bátasjómanna á makrílveiðun- um og stórfjölgaði smábátum á makrílveiðum síðasta sumar,“ segir Davíð Freyr en fyrirtæki hans stendur ásamt fleirum að landvinnslu sem opnar inn- an skamms í Borgarnesi þar sem ætlunin er m.a. að vinna úr makríl. Grjótkrabbinn skemmtilegt hráefni Annað nýsköpunarverk- efni fyrirtækisins Arctic Seafood síðustu ár hefur verið veiðar á grjótkrabba sem er krabbategund sem fyrst varð vart við hér við land fyrir fáum árum. Hingað hefur grjótkrabb- inn líkast til borist erlendis frá með kjölvatni millilandaskipa en smám saman hefur út- breiðsla krabbans aukist í Faxa- flóa og við nær allt vestanvert landið. „Veiðar á grjótkrabba eru á haustin og enn í smáum stíl. Við höfum verið að vinna krabbann, sem er mjög skemmtilegt hráefni, en tveir veitingastaðir hafa keypt af okkur krabba og krabb- afurðir; Vit- inn í Sand- gerði og Kopar í Reykja- vík. Það hvort grjótkrabbaveiðarnar geta orðið arðbærar grundvallast helst á því að vinnsla sé að baki veiðunum og þar hefur Matís hjálpað okkur mikið fram að þessu. Því miður hefur enginn stuðningur fengist úr nokkrum sjóði í að þróa vinnsluna þrátt fyrir fjall af umsóknum sem við höfum sent frá okkur undanfar- in ár. Það hefur helst valdið okkur vonbrigðum,“ segir Davíð Freyr. Leikreglurnar þurfa að breytast Aðspurður segir Davíð Freyr að makrílveiðarnar hafi gert fyrir- tæki hans kleift að halda áfram rannsóknum á grjótkrabbanum sem hann telur mjög áhuga- verðar veiðar sem eigi að geta skilað útflutningstekjum í fram- tíðinni. „Frumkvöðlastarf eins og það sem við vinnum við þarf hins vegar á einhverri umgjörð að halda, sérstaklega þar sem leikreglur í sjávarútvegi virðast oft vera skrifaðar eftir að leik er lokið en ekki áður en hann hefst. Afleiðingarnar verða þær að það vill enginn taka á sig þróunina, þessu þarf að snúa við og örva um leið framtaks- semi þar sem ótal tækifæri eru í sjávarútvegi í dag,“ segir Davíð Freyr Jónsson hjá Arctic Seafood. Frumkvöðlar í makríl- og grjótkrabbaveiðum ARCTIC ICELAND S E A F O O D Grjótkrabbi er einn af nýjustu landnemunum á Íslandsmiðum og veiðist á stóru svæði fyrir vestan land. S m á b a ta ú tg erð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.