Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 29
29
fyrir áhöfnina þannig að hægt
verður að hafa úthöldin lengri
án þess að það komi niður á
þægindum.
Mikil nýting og fjölbreyttur
útflutningur
Hermann segir allan afla báta-
flota Stakkavíkur fara til vinnslu
hjá fyrirtækinu og þaðan í út-
flutning. Vanti hráefni sé það
keypt á mörkuðum.
Fyrirtækið flytur aðallega út
þorsk með roði, roðlausan eða
hausaðan. Einnig flytur Stakka-
vík út talsvert magn af steinbít
og ýsu með eða án roðs. Allar
aukaafurðir af fiskinum eru
nýttar; þorskhausar gellaðir og
þurrkaðir ásamt öðrum haus-
um, einnig eru öll bein og
hryggir nýtt. Hrogn og lifur eru
einnig nýtt.
Helstu viðskiptavinir Stakka-
víkur eru í Bandaríkjunum, á Ír-
landi, Englandi, í Belgíu, Sviss
og Þýskalandi.
Fiskvinnsla í
ferðaþjónustu
Hjá Stakkavík starfa um 100
manns til sjós og lands. Fisk-
vinnslan búin eins og best
verður á kosið í dag og vel er
búið á allan hátt að starfsfólki.
En áhugasvið Hermanns og
Gests liggja víðar. Stakkavík
hefur líka haslað sér völl í ferða-
mannaþjónustu og býður gest-
um að upplifa fiskvinnsluna og
skoða í stórum sýningarsal
framleiðsluferlið frá því fisk-
urinn kemur í hús og þar til
hann er tilbúinn til útflutnings.
Einnig er sýnd DVD mynd úr
róðri á Þorkötlu GK-9, sem er í
eigu Stakkavíkur, þar sem lína
er lögð og dregin. Myndin er að
hluta tekin neðarsjávar þar sem
hægt er að sjá þegar fiskurinn
er veiddur og er óhætt að segja
að myndin sé afar fróðleg. Á
meðan horft er á myndina er
boðið upp á sjávarréttasúpu og
fiskrétt ásamt borðvíni fyrir þá
sem það kjósa.
Og áhugasvið þeirra Stakka-
víkurmanna liggja víða því Her-
mann hefur einnig komið sér
upp myndarlegu safni dráttar-
véla og á á fjórða tug slíkra í
góðu ástandi. Þá er ónefnt safn
fornbifreiða en áhugamálunum
sinnir hann á kvöldin og um
helgar. Enda annar tími fullbók-
aður í rekstri fyrirtækisins.
Bræðurnir Hermann og Gestur Ólafssynir fá upplýsingar um veiði dags-
ins.
Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur.