Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 16
16
Ásgeir Jónsson:
Útflutningur
á ferskum
þorskafurðum
Ásgeir Jónsson lýkur námi í
sjávarútvegsfræði við Auð-
lindadeild Háskólans á Akureyri
á nú í vor. Viðfangsefnið í hans
lokaverkefni er útflutningur á
ferskum þorskafurðum frá Ís-
landi og Noregi sem og þau
tækifæri sem fyrir hendi eru á
markaði í Bandaríkjunum.
Ásgeir fjallar í ritgerðinni um
hvernig þróun útflutnings hef-
ur verið á þorski eftir vinnslu-
flokkum, m.a. ferskum, söltuð-
um og frystum héðan frá Íslandi
sem og einnig frá Noregi árin
1999 til 2013. Einnig skoðar
hann ítarlega útflutning á fersk-
um þorskafurðum frá árinu
2002 til dagsins í dag.
Tækifæri fyrir hendi á markaði í
Bandaríkjunum
„Ég er að athuga hvað hefur
breyst á Íslandi á þessu tímabili
hvað varðar veiðar, vinnslu, hrá-
efnismeðhöndlun, flutning og
sölu, en þó nokkrar breytingar
hafa orðið á þessu umhverfi
undanfarin ár og áratugi. Þá
skoða ég hvernig Ísland hefur
Nemar á lokaári í sjávarútvegsfræði við Auðlindadeild Háskól-
ans á Akureyri hafa nú í vetur unnið að lokaverkefnum sínum,
áhugaverðum verkefnum sem öll tengjast íslenskum sjávarút-
vegi. Þrír þeirra, Aðalheiður Alfreðsdóttir, Ásgeir Jónsson og
Sigurður Steinn Einarsson, sem öll brautskrást með BS gráðu í
sjávarútvegsfræði nú í sumar, voru fús til að gefa dálitla inn-
sýn í þau verkefni sem hafa unnið að.
Skólafélagarnir eru sammála um að nám í sjávarútvegs-
fræði sé gott, einn af kostum þess er að það er þverfaglegt og
er því víða komið við á þeim þremur árum sem að jafnaði tek-
ur að ljúka BS gráðu. „Þetta er afskaplega fjölbreytt og
skemmtilegt nám, snertifletirnir eru margir og lýsir íslenskum
sjávarútvegi vel, á honum er margar hliðar,“ segja þau. Hluti
námsins er á sviði viðskiptafræða, þá er komið inn á vinnslu,
útgerð, gæða- og markaðsmál í tengslum við sjávarútveg svo
eitthvað sé nefnt. „Það er farið yfir fjölmarga þætti í þessu
námi sem gerir það mjög spennandi, þetta nám gefur þeim
sem því ljúka tækifæri til að starfa á hinum ýmsu sviðum innan
sjávarútvegsins líkt og dæmin með útskrifaða sjávarútvegs-
fræðinema sanna,“ segja þau Aðalheiður, Ásgeir og Sigurður.
Þau koma sitt úr hvorri áttinn, Ásgeir bjó í Mosfellsbæ og
hafði áður byrjað á stjórnmálafræðinámi við Háskóla Íslands
og verið á vinnumarkaði um nokkurra ára skeið áður enn hann
hóf nám í sjávarútvegsfræði. Hann ber Háskólanum á Akureyri
vel söguna og segist kunna betur við sig í fámenni og þeirri
nánd sem skapast milli nemenda og kennara en í fjölmenninu
syðra. Aðalheiður er fædd á Akureyri en bjó í 14 ár í Þýskalandi,
tilviljun réð því að hún hóf nám í sjávarútvegsfræði, en hún
hafði langt í frá ætlað sér í slíkt nám „og ég vissi ekkert um fisk
áður en ég byrjaði í náminu, áhuginn kviknaði eftir því sem
maður lærði meira. Þetta nám er algjör snilld.“
Sigurður er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hann
hefur frá 16 ára aldrei unnið ýmis störf hjá Síldarvinnslunni þar
í bæ þannig að áhuginn kviknaði snemma. Á fyrsta ári í námi
stofnaði hann ásamt tveimur öðrum Norðfirðingum félagið
Reykjavík Seafood ehf. í þeim tilgangi að selja fisk og læra bet-
ur á markaðshlið sjávarútvegsins. Velta félagins var á liðnu ári
150 milljónir. „Við verðum nú ekki milljónamæringar á þessu,
en reynslan sem af þessu fæst er meira virði en peningarnir,“
segir hann.
Framtíðin í sjávarútveginum
Ásgeir Jónsson skoðar í lokaverkefni sínu í sjávarútvegsfræði við Há-
skólann á Akureyri útflutning á ferskum þorskafurðum frá Íslandi og
Noregi sem og markaðssetningu landanna í Bandaríkjunum og þau
tækifæri sem fyrir hendi eru á markaði þar.
U
n
g
a
fólk
ið og
sjá
v
a
rú
tv
eg
u
rin
n