Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 30
30
Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv-
arútvegsráðherra hefur kynnt
þingflokkum stjórnarflokkanna
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
breytingu á lögum um veiði-
gjöld. Álagningin, sem gildir
fyrir næsta ár, er sambærileg
við álagningu gjaldanna í ár að
teknu tilliti til afkomu í sjávar-
útvegi.
„Frumvarp um veiðigjöld
sem nú er lagt fram byggist á
þeirri vinnu sem unnin hefur
verið í vetur vegna álagningu
veiðigjalda. Það eru vonbrigði
að ná ekki að koma fram með
þá heildarlausn sem unnið hef-
ur verið að. Ég tel þó skynsam-
legt að prófa gildi afkomu-
stuðla við álagningu veiðigjalda
í eitt ár áður en við innleiðum
samninga um veiðirétt og
leigugjald fyrir þá til lengri
tíma. Enda eru þeir skref fram á
við í þeirri viðleitni að dreifa
gjöldunum á sanngjarnan
hátt,“ segir Sigurður Ingi en
frumvarpi um samningaleið í
sjávarútvegi og leigugjald, sem
unnið hefur verið að í vetur hef-
ur verið slegið á frest.
Í frétt frá sjávarútvegsráðu-
neytinu segir að áfram verði
leitast við að haga álagningu
gjalda þannig að hún gangi
ekki of nærri fyrirtækjum og
taki mið af aðstæðum á mörk-
uðum og ólíku rekstrarformi
sjávarútvegsfyrirtækja. Með því
móti sé stefnt að því að tryggja
fjölbreyttan sjávarútveg á Ís-
landi.
Afkomustuðlar fyrir hverja
fisktegund
Veiðigjaldsnefnd hefur, að
beiðni ráðherra, lagt fram líkan
sem skilar svonefndum af-
komustuðlum fyrir veiðar á
hverri fisktegund. Afkomustuðl-
ar eru reiknaðir út frá tekjum og
kostnaði af veiðum samkvæmt
tilteknum skilgreiningum og
veiðigjöldunum verður síðan
dreift á fisktegundir samkvæmt
þeim. Á grunni þeirra og með
hliðsjón af afkomuskiptingu á
milli veiða og vinnslu í bolfiski
annars vegar og uppsjávarfiski
hins vegar, hefur verið
ákvörðuð krónutala sem lögð
verður á hverja fisktegund.
Afsláttur vegna skulda sem
stofnað hefur verið til vegna
kaupa á aflaheimildum tekur
einnig breytingum. Gildistími
hans er styttur um 1 ár og af-
slátturinn reiknast upp árlega
þannig að tekið er mið af
skuldastöðu á hverjum tíma.
Svokallað frítekjumark, fast-
ur afsláttur af sérstöku veiði-
gjaldi, miðast nú við fasta krón-
utölu í stað tonnaafsláttar eins
og var. Samkvæmt frumvarpinu
munu fyrstu 250.000 kr. af sérs-
töku veiðigjaldi falla niður.
Áætlað er að veiðigjöld
nemi 9,45 milljörðum á næsta
fiskveiðiári, án tillits til frádrátt-
arliða.
Nýtt frumvarp um veiðigjöld:
Afkomustuðlar innleiddir en heild-
arálagning sambærileg milli ára
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.
Áætlað er að veiðigjöld nemi 9,45 milljörðum á næsta fiskveiðiári, án
tillits til frádráttarliða.
S
já
v
a
rú
tv
eg
u
r