Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 26
Þorvaldur Gunnlaugsson rær á Ásþóri RE-395: Eitthvað er að breytast í hafinu Þorvaldur Gunnlaugsson, for- maður Smábátafélags Reykja- víkur, gerir út línu- og hand- færabátinn Ásþór. Við hittum hann að máli í smábátahöfn Snarfara í Elliðavog. Búið var að taka bátinn upp og nýtti Þorvaldur hrygningarstoppið til þess að dytta að honum. Á haustin og veturna er Þorvald- ur á línuveiðum en á handfær- um á vorin og sumrin. „Tíðarfarið hefur verið erfitt alveg frá því í nóvember fram til þessa. Þetta hefur verið óvenju- lega leiðinlegt veðurfar,“ segir Þorvaldur og lætur ágætlega af fiskiríinu. Hann er langt kominn með þorskkvótann en á eitt- hvað eftir af ufsa. Þorvaldur hefur ekki gert upp við sig hvort hann komi til með að stunda strandveiðar í sumar, geri út á leigukvóta eða fari í fyrsta sinn á makríl. Þorskurinn að elta loðnuna „Ég hef alltaf tekið þátt í strand- veiðum. Það var mjög gott fiskerí á vorin en mér finnst eitt- hvað vera að breytast í hafinu. Það er líka gríðarlegt magn af þorski sem leggst í loðnuna. Og mín tilfinning er sú að makríll- inn hafi valdið því að sílið er horfið og þá er ekkert æti fyrir þorskinn þegar loðnan hverfur líka. Fiskurinn virðist þá bara hverfa ofan í djúpin.“ Þorvaldur segir að svo virðist sem það sé ennþá loðna á veiðislóðinni. Það hafi komið loðna upp úr fiskinum síðast þegar hann var að veiðum. „Þetta eru ekki stórar göng- ur af loðnu heldur smáspýjur sem þorskurinn eltir. Maður getur verið heppinn og fengið stóran og fallegan fisk þegar ástandið er með þessu hætti. Það hefur varla sést síli hérna í þrjú eða fjögur ár. Svartfugl, sem alltaf var mikið af, er mikið til horfinn. Þorvaldur Gunnlaugsson gerir út Ásþór RE og hefur haft sjómennskuna að aðalstarfi allt sitt líf. S m á b á ta ú tg erð 26

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.