Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 10
10
Fiskistofa var sett á laggirnar í
september 1992 þegar verkefni
úr ýmsum áttum voru sett und-
ir einn hatt. Þar má nefna verk-
efni eins og veiðieftirlit, útgáfu
veiðileyfa, auk verkefna frá
Hafrannsóknastofnun og Ríkis-
mati sjávarafurða. Seinna
bættust einnig við verkefni á
sviði upplýsingasöfnunar sem
áður voru á hendi Fiskifélags Ís-
lands. Fiskistofa tók einnig yfir
stjórnsýslu og eftirlit með lax-
og silungsveiðum og fiskeldi ár-
ið 2008. Hjá stofnuninni eru nú
74 fastráðnir starfsmenn.
Fiskistofa hefur meðal
annars því hlutverki að gegna
að hafa eftirlit með því að aðilar
innan greinarinnar fari að regl-
um hvað varðar veiðar. Stærsti
einstaki þátturinn þar er eftirlit
með vigtun og skráningu sjáv-
arafla.
„Vigtun og skráning verða
að vera rétt svo við vitum hvað
er tekið úr stofnunum og
hvernig kvótinn er nýttur. Regl-
ur um vigtun og skráningu eru
mjög flóknar. Þetta er orðið
mjög stórt og flókið kerfi með
mörgum mismunandi leyfum
til vigtunar,“ segir Eyþór Björns-
son, fiskistofustjóri.
Almenna reglan er sú að
vigta á allan sjávarafla á hafnar-
vog í viðkomandi höfn þegar
landað er. Þeir sem vinna afla
eða kaupa afla geta þó sótt um
leyfi til þess að vigta hann
þegar búið er að skilja frá ís
þannig að vigtunin sýni nettó-
þunga. Þetta kallast endur-
vigtunarleyfi og þar getur verið
um að ræða úrtaksvigtun eða
heila vigtun þar sem hver ein-
asti fiskur er vigtaður sérstak-
lega. Einnig er hægt að sækja
um heimavigtunarleyfi og í
þeim tilvikum er ekki vigtað á
hafnarvog.
„Það geta verið þær aðstæð-
ur að erfitt sé að koma afla á
hafnarvog og þá er mögulegt
að vinnsla geti fengið heima-
vigtunarleyfi en þá undir
ströng um skilyrðum. Slík leyfi
eru þó fá og einskorðast nánast
eingöngu við uppsjávarvinnsl-
urn ar,“ segir Eyþór.
Endurvigtunin alvarlegur
veikleiki í kerfinu
Fiskistofustjóri segir því býsna
flókið regluverk að baki vigtun
sjávarafla. „Í upphafi var hugs-
unin sú að vigtun leiddi í ljós
nettóþunga fisks. En núna
stefnir í að það verði klæð-
skerasniðin leyfi að hverri ein-
ustu vinnslu og það er engum
aðila ætlandi að hafa eftirlit
með slíku.
Það þyrfti að einfalda þetta
allt og ef hægt er að tala um
alvarlegan veikleika í regluverk-
inu þá er það endurvigtunin. Ég
sé þá lausn að endurvigtun
fisks verði hætt og að allri
vigtun ljúki á hafnarvog. Það
Útilokað að hafa eftirlit með
endurvigtun sjávarafla
- segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir reglur um vigtun og skráningu sjávarafla afar flóknar og brýnt sé að einfalda regluverkið.
Fiskistofustjóri:
„... ef hægt er að tala um alvarlegan veikleika í regluverkinu
þá er það endurvigtunin.“
F
isk
v
eiðieftirlit