Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 33
33
fyrir aftan brú var fjarlægt og
smíðað nýtt úr áli bak-
borðsmegin fyrir aftan brúna.
Settur var nýr krani fyrir aftan
brú. Allar vistarverur afturskips
voru endurnýjaðar og m.a. út-
búið nýtt baðherbergi og sal-
erni, útbúin setustofa og öll að-
staða fyrir áhöfn í borðsal og
eldhúsi endurbætt. Smíðað var
nýtt frammastur úr áli sem jafn-
framt er niðurgöngukappi nið-
ur á millidekki. Þá var settur
upp nýr krani aftan við nýja
frammastrið. Lestin var lengd,
súlur í lest fjarlægðar og settir
burðarbitar í loft þannig að
meira pláss er fyrir kör í lestinni.
Skipið var síðan almálað að ut-
an ásamt millidekki, hvalbaks-
rými, lest og vélarúmi.
Magnús SH-205 er sem nýr eftir endurbæturnar.
Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í
matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna
sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum.
Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og
markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem
tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf
meira í dag en í gær.
Rannsóknir
í þágu sjávarútvegs
Stefna Matís er að
... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni
Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins
... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta
flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi
... hafa hæft og ánægt starfsfólk
Gildi Matís
Frumkvæði
Sköpunarkraftur
Metnaður
Heilindi
Hlutverk Matís er að
... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs
... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um-
hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu
... bæta lýðheilsu
www.matis.is