Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 23
23 fyrstu árin sem hann réri með föður sínum. „Faðir min keypti nýjan Sóma 800 árið 1987 og þar sem við vissum ekki hvað snéri upp eða niður á handfærum feng- um við Jón Sveinsson á Fiskhól til að kenna mér til verka. Við Jón vorum síðan saman á Ugga SF-47 það sumar en svo keypti ég minn fyrsta bát árið 1988 og hef róið einn síðan. Ég höfum verið í hinum ýmsu kerfum í út- gerðinni í gegnum tíðina en núna eru strandveiðarnar það form sem er í boði og þá ræ ég í því. Maður setur bara undir sig hausinn og tekur það sem býðst,“ segir Elvar og viður- kennir fúslega að hann kunni þessu formi útgerðar og sjó- mennsku vel. „Já, það er nokkuð augljóst miðað við hversu lengi ég hef verið í þessu. En þegar maður er einn á þarf auðvitað að halda sig vel að en maður slípast líka til í þessu starfi eins og öðrum,“ segir Elvar en um borð í Erni II er hann með fjórar færavindur eins og leyfilegt er í strand- veiðinni og þegar vel fiskast getur verið erilsamt að hafa undan þeim. „Við þær aðstæður þarf maður aðeins að hlaupa, það er alveg rétt. En það eru aldrei margir klukkutímar í einu. Stað- reyndin er að það er mjög gam- an að veiða fisk á færi í góðu veðri. Þeir dagar gera að verk- um að maður gleymir frekar erf- iðu dögunum og verri veðrun- um,“ segir hann. Hefur helgað sig handfærunum Elvar hefur verið í smábátaút- gerðinni á sumrin en á stærri skipum yfir vetrarmánuðina. Hann segir að með árunum hafi smábátunum farið fækkandi á Höfn en þeir voru á fjórða tug í útgerð þegar mest var. Smá- bátamenn á Höfn voru meðal frumkvöðla í makrílveiðum smærri báta á sínum tíma en Elvar segist hafa velt því fyrir sér að koma sér upp veiðibún- aði fyrir makríl en ekki látið verða af því. „Einhvern veginn hefur maður bara helgað sig hand- færunum og kunnað þeim vel,“ segir hann en reiknar ekki með að slá nú í sumar aflamet sitt frá strandveiðinni í fyrra. „Miðað við okkar aðstæður er óvenju- legt að ná svona góðum afla. Hér getur verið vindasamt, inn- siglingin hér er erfið og margt spilar inn í. Þetta kemur bara í ljós þegar upp verður staðið í lok sumars,“ segir Elvar. Elvar Unnsteinsson á Höfn í Hornafirði var aflahæstur á strandveiðinni í fyrra: Fátt skemmtilegra en handfæraveiðar í góðu veðri Aðallega þarf maður að haga seglum eftir veðrinu og að sjálfsögðu lesa í hvar fiskvon er hverju sinni. Fiskurinn er alla jafna meira vestur undan framan af tímabilinu og færist síðan austur með landinu eftir því sem á sumarið líður. Fyrst og fremst snýst þetta samt um að fá veður og frið til að nudda þessu upp.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.