Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 13
13 aðilar annast fyrir okkur upp- setningu þeirra og lagnir um borð í skipunum. Síðasti hlutinn er síðan uppkeyrsla á kerfinu og stillingar en í það verkefni fara menn frá okkur héðan að heiman,“ segir Helgi Kristjáns- son, sölustjóri Naust Marine. Hann segir talsverða hreyfingu í kringum rússnesku togaraút- gerðirnar og reynslan hefur sýnt að ATW vindustjórnkerfið hentar mjög vel fyrir vindubún- að skipanna. Rafmótararnir sem knýja vindurnar eru með þeim stærstu sem sjást í fiskiskipum, yfir 400 kílóvött. „Við höfum nú þegar sett okkar kerfi í yfir 20 rússneska togara , bæði fyrir rússneskar og kínverskar útgerðir sem hafa keypt skip af Rússum. Með þessum sjálfvirka vindustjórn- búnaði má segja að skipin séu færð inn í nútímann í fiskveið- um,“ segir Helgi en raunar voru fyrstu kerfin sett um borð í svona skip sem voru þá í eigu Sjólaskipa og gerð út til veiða við Marokkó og Máritaníu. Tækifæri í Ameríku Á síðasta ári seldi Naust Marine vindubúnað, þ.e. bæði vindur og stjórnkerfi, í nýjan japanskan togara. Nýverið var tekið í notk- un ATW kerfi í togskipi í Úrúg- væ og sömuleiðis er unnið að uppsetningu á vindubúnaði og stjórnkerfi frá Naust Marine í togurum sem í smíðum eru í Tyrklandi fyrir útgerðir í Bret- landi og Hollandi. Fyrirtækið hefur líka verið að hasla sér völl á Ameríkumarkaði en það setti fyrir röskum tveim- ur árum upp söluskrifstofu í Seattle þaðan sem markaðs- og sölustarfinu er stýrt. Helgi fylgdi sjálfur starfi skrifstofunnar úr hlaði fyrsta hálfa annað árið. „Ameríka er annað sóknartæki- færi fyrir okkur, líkt og rúss- nesku skipin. Á þeim markaði skiptir miklu máli að vera með starfsemi á svæðinu því margir viðskiptavinanna líta þá á okkur sem heimamenn. Þarna eru skip með vindubúnað sem okk- ar kerfi hentar vel,“ segir Helgi og svarar því aðspurður að lítil breyting sé í sjónmáli hvað það varðar að Naust Marine byggi sína starfsemi alfarið á útflutn- ingi. „Það hefur lítið verið að gerast hér á heimamarkaði enn sem komið. Við höfum þó heyrt af áhuga útgerða á endurnýjun skipa. Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður í þeim efnum,“ segir Helgi. Eftir áramótin afgreiddi Naust Marine stjórnbúnað til Tyrklands sem komið verður fyrir í togurum sem eru í smíðum fyrir hollenskar og breskar útgerðir. Drifskáparnir eru að fullu settir saman hér á landi en í heild stýrir kerfið í hvoru skipi á þriðja tug togvinda um borð. Myndir: LalliSig

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.