Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 17
17 staðið að markaðssetningu í Bandaríkjunum samanborið við Noreg sem og greini frekari markaðstækifæri fyrir íslenskan þorsk í álfunni,“ segir Ásgeir. Hann segir að þó Evrópumark- aður sé sá mikilvægasti þegar kemur að ferskum þorskafurð- um hafi sala á Bandaríkjamark- að aukist hratt síðasta ár og þar séu ákveðin tækifæri fyrir hendi. Hins vegar sé flutningur takmarkandi þáttur þegar kem- ur að sölu ferskra afurða til Bandaríkjanna en engu að síður sé þar stórt markaðssvæði sem vert sé að skoða nánar. Liggur yfir tölum og skoðar breytingar Ásgeir hefur legið yfir gögnum frá Hagstofunni og greint þau. „Ég tek saman allar tölur um veiðar og útflutning á þorski á því tímabili sem ég er að skoða, 1999 til 2013, skoða þær m.a. eftir vinnsluaðferðum, hvort um er að ræða frosnar afurðir, saltaðar, þurrkaðar, heilar, ferskar og svo framvegis. Þessar tölur ber ég svo saman við sam- svarandi tölur frá Noregi en einkum og sér í lagi einblíni ég á útflutning á ferskum þorsk- afurðum frá báðum löndum frá 2002 til ársins 2013,“ segir Ás- geir. Hann fjallar um hvað breyst hafi á umræddu tímabili varðandi veiðar, hráefnismeð- höndlun, vinnslu, geymslu, flutning og sölu líkt og áður kom fram. „Sá hluti ritgerðar- innar er að mestu leyti í formi viðtala við fjölmarga aðila úr greininni sem eru með sér- fræðiþekkingu á hverju sviði fyrir sig.“ Vinna að bættri ímynd „Síðan ber ég líka saman mark- aðsstarf landanna tveggja, Ís- lands og Noregs, í Bandaríkjun- um, en samkvæmt markaðs- áætlun ætla Norðmenn mark- visst að auka sókn sína á Banda- ríkjamarkaði á komandi árum. Markmið þeirra er að auka vit- und fólks á því að norskur þorskur sé gæðavara sem veiddur sé á ábyrgan hátt og þannig ætla þeir sér að vinna bæði að bættri ímynd landsins sem og tegundarinnar, þorsks- ins,“ segir Ásgeir. En vegna þess hvernig Norðmenn hátta sínum veiðum segir Ásgeir Íslendinga geta tryggt mun stöðugra framboð af sinni vöru og í því liggi styrkur og tækifæri ís- lensks sjávarútvegs. Framtíðin í sjávarútveginum Af hverju borða Þjóðverjar mun minna af þorski en íbúar í ná- grannalöndum í Mið-Evrópu? Aðalheiður Alfreðsdóttir, nemi í sjávarútvegsfræði við Háskól- ann á Akureyri, hefur í loka- verk efni sínu leitað svara við þeirri spurningu. Verkefnið hef- ur hún unnið í samvinnu við Icefresh, dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Aðalheiður segir að ekki sé fyrir hendi mikil hefð fyrir neyslu þorsks í Þýskalandi, en sala á íslenskum þorski þar hafi þó örlítið mjakast upp hin síðari ár. Þjóðverjum sé tamara að bera á borð ufsa eða karfa, þær tegundir hafi notið umtalsvert meiri vinsælda en þorskur. Þorskur hafi í raun aldrei átt upp á pallborðið hjá Þjóðverj- um. Skiptir mismunandi vinnsla máli? „Fyrir mér vakir að skoða þýska þorskmarkaðinn gaumgæfilega og bera hann saman við aðra miðevrópska markaði, en mark- miðið er að kanna hvort stefni í aukna þorskneyslu í landinu í nánustu framtíð,“ segir Aðal- heiður. Hún skoðar einnig í þessu samhengi þá hefð sem er fyrir neyslu á vinsælustu fisk- tegundunum þar í landi og þá einkum beinir hún sjónum að því hvernig þær eru unnar og boðnar á markaði. „Ég ber það saman við þorskinn, en vera má að mismunandi vinnsla á þess- um tegundum hafi eitthvað að segja um af hverju þorskurinn lýtur í lægra haldi fyrir t.d. karfa og ufsa.“ Aðalheiður Alfreðsdóttir: Af hverju á þorskur ekki upp á pallborðið hjá Þjóðverjum? Aðalheiður Alfreðsdóttir leitar svara við því af hverju Þjóðverjar borða mun minna af þorski en íbúar í nágrannalöndum þeirra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.