Ægir - 01.03.2014, Blaðsíða 9
Bátar sem hafa sannað sig
Júlíus segir alltaf tækifæri á ís-
lenska markaðnum þrátt fyrir
harða samkeppni. Það sem Vík-
ingbátar hafi fram að færa séu
góðir smábátar sem hafi þróast
í samræmi við kröfur íslenskra
sjómanna. Sómi hafi sannað sig
sem framúrskarandi strand-
veiðibátur en þeir bátar eru
hraðskreiðir og sparneytnir og
henta því afar vél í strandveiði-
kerfið sem gildir í dag. „Víking-
bátarnir eru afburða sjóbátar
og að sumra sögn bestu smá-
bátar sem smíðaðir hafa verið.
Víkingurinn hentar því afar vel
ef útgerðarformið er stærra og
bátarnir orðnir yfirbyggðir,“
segir Júlíus.
Víkingbátar ehf. eru með í
smíðum 15 metra, 30 brúttó-
tonna plastbát fyrir Skinney
Þinganes á Höfn en sá bátur er
stækkuð útgáfa af þekktum Vík-
ingbátum eins og Ragnari SH-
550, Dúdda Gísla GK-48 og Há-
ey ÞH-275. „Þessi bátur verður
mikið skip,“ segir Júlíus. „Hann
verður búinn fullkomnum
veiðibúnaði og margskonar
nýjungum sem gaman verður
að greina frá þegar báturinn
verður afhentur. Það sem styrk-
ir Víkingbáta eru vörumerkin og
bátamótin okkar. Við getum
boðið íslenskum útgerðar-
mönnum bátagerðir sem hafa
sannað sig af langri reynslu,
Víkingbátarnir í stærri flokki
smábáta og Sóminn í strand-
veiðarnar. Á því byggjum við
áfram,“ segir Júlíus og að hans
mati eru tækifærin umtalsverð í
nágrannalöndunum.
Tækifæri liggja í útflutningi
smábáta
Áhugi norskra smábátaútgerða
á íslensku bátaframleiðslunni er
mikill en Júlíus segir eftirtektar-
vert að hún einskorðast fremur
við stærri bátana, þ.e. Víking-
báta sem eru 11m að lengd eða
lengri. Engar aðrar takmarkanir
eru á stærð báta í Noregi en
lengd og því vilja Norðmenn
hafa báta sína breiða. Sóma-
bátarnir vekja minni áhuga
norsku útgerðarmannanna og
skýrist það að mestu af lögum
og reglum um smábáta. Aftur á
móti er Sómi mjög vinsæll á
Grænlandi og nánast litið á þá
þar í landi eins og Benz í
bílaframleiðslunni!
„Þróun íslenskra smábáta og
framleiðsla þeirra er ein af af-
urðunum sem verða til í sjávar-
útvegsklasanum. Íslenskir sjó-
menn og bátaframleiðendur
hafa með hugviti sínu þróað
sterka og hæfa smábáta sem
sjómenn annarra þjóða horfa
til. Mestu tækifærin liggja í út-
flutningi bátanna,“ segir Júlíus.
„Mikilvægt er að iðnaðurinn og
stjórnvöld standi saman og hlúi
að rekstarumhverfinu þannig
að vöxtur og arðsemi verði sem
mest.“
Búnaðurinn sífellt að aukast
Gjörbreyting hefur á tiltölulega
skömmum tíma orðið í búnaði
smærri báta. Júlíus segir marga
báta með siglinga- og fiskileit-
ar tæki á við stóra togara og að
sama skapi er veiðibúnaður og
aflameðferð í hraðri framþróun.
„Í dag er búnaður orðinn
stór hluti kaupverðs á bátum en
við finnum að útgerðirnar eru
mjög áhugasamar um allt sem
lýtur að aflameðferðinni, að afl-
inn sé rétt meðhöndlaður og
kældur á réttan hátt frá því
hann kemur inn fyrir borðstokk-
inn og alla leið í ker í lest. Sú
þróun er því með alveg sama
hætti í smábátunum og stærri
fiskiskipum, þ.e. að bæta með-
ferðina á hinum dýrmæta fisk-
afla til að koma með enn betra
hráefni að landi til vinnslu,“
segir Júlíus.
Vel fer um skipstjórann og búnaður er af bestu
gerð.
Rúmgott þilfar. Báturinn er búinn til veiða
með línu, net eða krabbagildrur.
Setustofan í brúnni.
Fyrirtækið Víkingbátar ehf.:
Framleiða hina
þrautreyndu Sóma-
og Víkingbáta
9