Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Nei, drottinn minn. Aldrei nokkurn tímann. Gunnar Skarphéðinsson, 67 ára. Nei, ekkert sérstaklega. Ég reyni bara alltaf að borða hollt. Hrafnhildur Ósk Broddadóttir, 51 árs. Nei, alls ekki. Aþena Sif Eiðsdóttir, 14 ára. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ekkert frekar í janúar en aðra mánuði. Ég hef breytt mataræðinu og er meira í hollustufæði. Sigurvin Kristjónsson, 70 ára. Morgunblaðið/Golli SPURNING DAGSINS BREYTIR ÞÚ MATARÆÐINU Í JANÚAR? Tölvuleikurinn Minecraft nýtur hylli hér á landi. Mine- craft fer fram í sýndarheimi þar sem möguleikarnir eru óþrjótandi. Námskeið fyrir börn þar sem þau fá leið- beiningar um hvernig þau geta fetað sig áfram í hinni þrívíðu sýndarveröld njóta vinsælda. Fjölskyldan 16 Í BLAÐINU Hvernig líst þér á lögin sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár? Ég hef góða tilfinningu fyrir lögunum í ár. Þau eru mjög fjölbreytt og end- urspegla að ég held breiddina í íslensku tónlistarlífi betur en oft áður. Það er frábært að sjá reynsluboltana í bland við nýstirni og allt þar á milli, en það er einmitt það sem gerir þessa keppni svo skemmtilega. Hvernig gekk að velja keppendur? Þetta tók sinn tíma, enda þurfti valnefndin að velja úr 258 innsendum lög- um í þetta sinn. Það er vandasamt verk að fækka lögum niður í 12 og ég veit að það voru mörg frábær lög sem náðu ekki alla leið. En ferlið hefur gengið vel og höfundar ótrúlega jákvæðir og með sitt á hreinu. Mega sjónvarpsáhorfendur eiga von á miklu sjónarspili í forkeppninni? Eins og alltaf verður þetta mikið sjónarpil, bæði fyrir þá sem heima sitja og fyrir þá sem verða í salnum, því að nú verður hægt að kaupa miða á forkeppnirnar líka. Markmiðið er að skapa skemmtilega um- gjörð í kringum lögin sem keppa og góða stemningu í salnum sem mun skila sér heim í stofu. Ætla ekki að segja meira í bili því að ann- ars myndi það ekki koma á óvart. Er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar lagviss? Já, ég held að ég verði að svara þessu játandi. Hef verið að syngja síð- an ég var krakki, bæði í kórum, hljómsveitum, gefið út sólóplötu og haldið tónleika. Ég var meira að segja í rokksöngleik í Svíþjóð þegar ég var unglingur sem ferðaðist um landið og skrifaði eiginhandaráritanir á handleggina á öðrum unglingum – haha! Í dag er ég meðlimur í Ljótakór og fæ þar útrás fyrir söng- og leikgleðina. Dreymir þig um að taka þátt einn daginn? Nei, það hefur nú ekki verið ofarlega á óskalistanum mínum, en ég nátt- úrlega vinn við þetta og fæ þannig að taka þátt án þess að þurfa að standa á stóra sviðinu. Reyndar söng ég inn á demó sem Ómar Ragnarsson sendi inn í Söngvakeppnina fyrir um það bil 20 árum. Ég held meira að segja að ég eigi kassettuna ennþá, væri nú gaman að grafa hana upp. Ef ég kemst í kass- ettutæki einhvers staðar …? Morgunblaðið/Þórður HERA ÓLAFSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Söng lag Ómars Ragnars- sonar inn á kassettu Forsíðumyndina tók Ingólfur Guðmunds- son í Los Angeles Þóra Þorsteinsdóttir fór í æv- intýraför til Jakútsk í Síb- eríu til að keppa í heimsmeist- arakeppninni í keflisglímu. Hún hefur tvisvar hreppt titilinn sterkasta kona Íslands en segir að það sé ekki nóg að vera sterkur heldur þurfi hjarta og hugur að fylgja með. Heilsa 22 Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður er með flottan, áreynslulausan fatastíl. Viktoría fylgist með straumum og stefnum og velur sér alltaf þægilegan fatnað. Tíska 40 Þór Stefánsson hefur kynnt Íslendingum kveðskap ýmissa mál- svæða. Síðastliðið haust kom út bókin Mennska í myrkr- inu með þýðingum hans á kvæðum 50 frönskumælandi skálda frá arabaheiminum. Bækur 58 Hera Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og starfar sem inn- kaupastjóri innlendrar dagskrárdeildar hjá RÚV. Hún er með BA-gráðu í leik- húsfræðum og dramatúrgíu frá Kaupmannahafnarháskóla og meistaragráðu í leik- stjórn frá Goldsmiths College, University of London. Hera hefur starfað við sjónvarp og kvikmyndir frá árinu 2004 og starfaði áður við leikhús hér og erlendis. Hún hefur einnig lært söng bæði hér á landi og í Danmörku og gaf út sólóplötuna Vinaljóð árið 2009. Tólf lög voru á fimmtudag valin til þátttöku í Söngvakeppninni, tvær und- ankeppnir fara fram í beinni útsendingu RÚV frá Háskólabíói laugardagana 31. jan- úar og 7. febrúar. Sex lög keppa hvort kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.