Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 53
„Í þá daga var helsta hráefnið, bygg, flutt inn með skipum til Islay, hamingjan má vita hvaðan. Enginn vissi það og öllum stóð á sama – nema Mark Reynier,“ útskýrir Carl. „Skömmu seinna fór hráefnið sem vínandi á stórum tankbílum aftur með ferju til meg- inlandsins, yfirleitt einhverstaðar í Láglöndum Skotlands, var þar sett á ámur og geymt í vöruhúsum uns það var orðið að viskíi. Það var svo selt sem Islay viskí og það kallaði Reynier óásættanlegt.“ Eins og gefur að skilja féll það í grýttan jarðveg hjá öðrum framleiðendum en hann kærði sig kollóttan og setti upp ákveðin gildi fyrir framleiðslu Bruic- hladdich. „Númer eitt var að byggið væri skoskt. Í annan stað að vínandinn yrði látinn ná þroska á ámum hér á eyjunni. Þessi tvö prinsippmál hleyptu iðnaðinum í algert upp- nám og Reynier eignaðist fljótt óvini enda var hann að gagnrýna viðteknar venjur með há- værum hætti.“ En okkar maður lét ekki staðar numið þar heldur réðst með látum að tveimur þáttum sem höfðu verið viðhafðir um áratuga skeið til að tryggja ákveðinn stöðugleika í framleiðslu viskís milli ára – eða eins og Reynier orðaði það, iðnaðarferli til að tryggja einsleitni. Ann- ars vegar svokölluð kaldsíun (e. chill filtering) þar sem viskíið er kælt svo olían í því skilji sig frá. Hún er síðan fjarlægð. Gallinn er að um leið fer mikið af bragðinu með og í súginn. Hitt var viðbæting á litarefninu E150, sem í daglegu tali kallast karamellulitur. Sami litur og gerir kóladrykki brúna. Eins og gefur að skilja fjölgaði enn frekar í hópi óvildarmanna Reyniers við þetta. „Frumherjar komast hins vegar oft ekki hjá því að eignast óvini og þetta skóp Bruichladdich sess sem hinn óstýriláti utangarðsmaður meðal skoskra viskígerða.“ Reynier hófst handa við að selja Bruic- hladdich viskí með sama hætti og ef um Búrg- úndarvín væri að ræða og því sambandi skipt- ir upprunaskikinn (f. terroir) öllu máli, jarðvegurinn og loftslagið. Rekjanleikinn telur og rúmlega það. Kjörorð Bruichladdich er, vel að merkja, „We believe terroir matters.“ Ekki að undra þó iðnaðinum þætti sér ögr- að og það illilega. Beinn og breiður vegur Þó Mark Reynier hafi nú selt Bruichladdich til áfengissamsteypunnar Rémy Cointreau er sýn fyrirtækisins sú sama. Ekkert af fram- leiðslunni fer í viskíblöndur heldur er hún öll seld sem einmöltungar í nafni Bruichladdich. Það er ekki þar með sagt að framleiðslan sé einsleit; þvert á móti er hún gríðarlega fjöl- breytt og tilraunastarfsemin ræður ríkjum um leið og framleiðsluhefðirnar eru í heiðri hafð- ar. Til þessa dags er Bruichladdich ekki með- limur í Samtökum skoskra viskíframleiðenda (e. Scotch Malt Whisky Association) þar sem drykkjarrisarnir Diageo og Pernod Ricard eru allsráðandi. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir eftirtektarverðan árangur utangarðsvisk- ísins síðustu fimmtán árin. Í fararbroddi er ein helsta ástæða þess árangurs, viskímeist- arinn, sjálfur Jim McEwan, sem er með réttu kallaður goðsögn í greininni, gríðarlega virtur og eftirsóttur fyrirlesari. Í næstu grein um heimsóknina til Islay verður rætt við hann og fylgst með stórmerkilegri tilraun hönnuðar frá Íslandi til að búa til betra viskíglas með að- stoð og ráðgjöf McEwan. Meira um það þegar þar að kemur. Port Charlotte er móreykt afbrigði frá Bruichladdich. Ólíkt því sem margir halda er reykjarbragðið ekki einskorðað við viskí frá Islay, né heldur er það algilt um eyjaviskíin. Þessi trétafla kallast „The Laddie Computer“ og segir sitt um hversu skemmtilega gamaldags búnaðurinn er sem notaður er við viskígerðina. Handverkið og reynslan er það sem gildir hér á bæ en ekki nýjasta tækni, tölvur og þvíumlíkt. Merki hússins heilsar við innkeyrsluna. Eins og sjá má hefur Bruichladdich ítrekað verið valið Maltviskí ársins á undanförnum árum, þrátt fyrir óhefðbundna nálgun sína – eða kannski einmitt hennar vegna. The Classic Laddie er grunn- gerðin frá Bruichladdich. Í dag er Bruichladdich á beinu brautinni en ekki fyrir alls löngu lá leið viskígerðarinnar ofan í glatkistuna. Morgunblaðið/Jón Agnar Gamall kopareimari stendur á hlaðinu ásamt viskíámum sem mynda nafn viskígerðarinnar. Ljósblái liturinn, einkennislitur Bruichladdich, vísar til litar hafsins utan við strendur Islay. Einn af kopar- eimurunum þar sem galdrarnir gerast við fram- leiðslu viskísins. Hjá Bruich- laddich er að finna elsta starf- hæfa eimarann í Skotlandi. 11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.