Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 59
11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Einn fremsti myndlistarmaður þjóðarinnar, Helgi Þorgils Frið- jónsson, hefur sent frá sér áhugaverða ferðadagbók sem nefnist „Menningarferð frá R. til N. til Namibíu og Aftur til R.“ Í bókinni segir frá vinnuferð sem listamaður fór í til Nami- bíu árið 2013 á vegum þýska ríkisins, að vinna að list sinni í skjóli þýskra landnema þar í landi sem hafa komið upp lista- safni og styðja við listræna sköpun. Helgi Þorgils greinir frá ferðalaginu og vinnu sinni, auk þess að fjalla um mannlífið og annað sem ber fyrir augu á persónulegan hátt. Bókina prýða myndir af nokkrum mál- verkum sem urðu til í ferðinni auk ljósmynda. Þetta er þriðja bókin af þessu tagi sem Helgi Þorgils sendir frá sér. Afríkuferð Helga Þorgils Mín eigin orð er heiti bókar sem kom út í tilefni sextugsafmælis Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þann 31. desember síðastliðinn. Samfylkingin stendur að útgáfu bókarinnar sem hefur að geyma margar af blaðagreinum, ritgerðum og ræðum Ingibjargar Sólrúnar frá tveimur síðustu áratugum. Í ritinu, sem skipt er upp í sex efniskafla, má meðal annars finna frægar Borgarnesræður Ingibjargar Sólrúnar auk greina sem frá henni komu í kjölfar hrunsins. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, ritar aðfaraorð og Ingibjörg Sólrún sjálf ritar loka- orð bókarinnar. „Andstæða hinnar feminísku sýnar um jafnrétti, lýðræði og sam- vinnu er hugmyndaheimur feðraveldisins sem byggist á sterkum foringja, boðvaldi og hlýðni. Þó að feðraveldið hafi formlega verið aflagt á Íslandi eins og annars staðar á Vesturlöndum er hinn hug- myndalegi arfur þess enn við lýði og pólitísk menning á Íslandi er mjög mótuð af slíkum hugmyndum. Ég er ekki frá því að greinarnar sem birtast í þessu riti varpi nokkru ljósi á glímu mína við þennan hugmyndaarf en þær varpa líka ljósi á þá pólitísku glímu sem ég tók þátt í við þau öfl sem réðu för í íslensku samfélagi á síðari hluta 20. aldar og fram á þessa öld – og gera kannski enn,“ ritar Ingibjörg Sólrún í lokaorðum bókarinnar. Bókin er fáanleg í bókaverslunum og á skrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Ræðum og greinum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ut- anríkisráðherra, hefur verið safnað saman og þær gefnar út á bók í tilefni sextugsafmælis hennar þann 31. desember 2014. Morgunblaðið/Jim Smart GLÍMDI VIÐ HUGMYNDAARF FEÐRAVELDISINS Tími undranna var valin ein af bestu bókum ársins þegar hún kom út í Bandaríkjunum 2012. Hún er nú komin út í íslenskri þýðingu Davíðs Þórs Jóns- sonar. Salka gefur bókina út en hún er fyrsta bók höfundarins Karen Thompson Walker. Hún starfaði sem ritstjóri hjá stóru útgáfufyrirtæki þegar hugmyndin að bókinni kvikn- aði árið 2004 þegar Walker las um hamfarirnar í Indónesíu þegar flóðbylgjan mikla hægði á snúningi jarðar í örfá sekúndubrot. Í bókinni segir frá Júlíu og fjölskyldu hennar sem búa í rólegu úthverfi í Kaliforníu. Eitthvað óvenjulegt ligg- ur í loftinu og smám saman átta þau sig á því að snún- ingur jarðar hefur hægt á sér. Financial Times, People, Oprah-tímaritið og fleiri miðlar völdu bókina eina af þeim bestu árið 2012. METSÖLUBÓK KOMIN ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal eru höf- undar svokallaðrar Djúsbókar Lemon en útgefandi er Vaka- Helgafell. Í bókinni er að finna fjörutíu uppskriftir að alls kyns söfum og þeytingum sem búnir eru til úr ávöxtum, grænmeti, skyri, ýmiss konar náttúrulegu kryddi og bragðefnum. Bókin er kennd við veitinga- staðinn Lemon sem var opn- aður í byrjun árs 2013, þá fyrst á Suðurlandsbraut en staðurinn var síðar einnig opnaður við Laugaveg en þeir félagar Jón Arnar og Jón Gunnar hafa rekið staðina sem einnig eru þekktir fyrir samlokur. Félagar á Lemon gefa út bók Afríka, vestrið og dýrindis djúsar NÝJAR BÆKUR BÓKAÚTGÁFA ER MEÐ LÍFLEGASTA MÓTI Í DESEMBER EN Í UPPHAFI NÝS ÁRS HÆGIR HELDUR Á ÚTGÁFU. ÞÓ KENNIR ÝMISSA GRASA Í HILLUM BÓKAVERSLANA EF VEL ER AÐ GÁÐ. Skáldsagan Leiðirnar vestur eftir Reid Lance Rosenthal í þýðingu Jóns H. Karlssonar er komin út hjá útgáfufélaginu Pilgrim Publ- ishing í Reykjavík. Í bókinni, sem er sú fyrsta af fimm í sömu rit- röð, er sögð saga úr ameríska vestrinu sem hefst árið 1854. Einstaklingar úr öllum heims- hornum laðast á þessum tíma að fyrirheitna landinu. Róm- antíkin fléttast inn í söguna á margslunginn hátt og örlög fólksins sem sagan er um mót- ast af hættum vestursins og náttúruöflunum. Rómantík í vestrinu Bókaútgáfan Merkjalækur hefur gefið út áhugaverða bók, „Smalinn – Sagan af Magga og ævintýrum hans og afrekum“. Smalinn er skáldsaga sem gerist á of- anverðri 19. öld og var skrifuð af Sig- urði H. Sigurðssyni (1874-1948) en kemur nú fyrst á prent. Í henni segir af smala á Norðurlandi sem lendir í mikl- um mannraunum og heldur síðar út í heim. Höfundurinn stundaði á sínum tíma verslunarstörf á Norðurlandi. Smali á prent löngu eftir lát höfundar BÓKSALA 31. DES-6. JAN Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Danskur málfræðilykillHrefna Arnalds 2 Almanak Háskóla Íslands 2015Þorsteinn Sæmundsson 3 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 4 Íslenska fjögurRagnhildur Richter / Sigríður Stefáns- dóttir / Steingrímur Þórðarson 5 Tungutak - MálsagaÁrdís Arnalds / Elínborg Ragnarsdóttir / Sólveig Einarsdóttir 6 Tíminn minn Dagbók 2015Björg Þórhallsdóttir 7 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 8 Handbók um ritun og frágangÞórunn Blöndal 9 Almanak Þjóðvinafélagsins 2015Þorsteinn Sæmundsson / Gunnlaugur Björnsson 10 Iceland Small World - LítilSigurgeir Sigurjónsson Kiljur 1 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 2 ÓvinafagnaðurEinar Kárason 3 MánasteinnSjón 4 AfleggjarinnAuður Ava Ólafsdóttir 5 NorðurljósEinar Kárason 6 EnglasmiðurinnCamilla Läckberg 7 ÓróiJesper Stein 8 SólstjakarViktor Arnar Ingólfsson 9 VilltCheryl Strayed 10 Í innsta hringViveca Sten
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.