Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 39
AFP Heimilistæki og vélar fyrir eldhús eiga sinn sess á sýning- unni. Uppþvottavél með sérstakri skúffu fyrir vínglös var kynnt af Samsung. Hún býr yfir svokallaðri WaterWall- tækni sem á að skila vandaðri þvotti og tilheyrir Chef- Collection-línu fyrirtækisins. AFP Tony Hawk er atvinnu- maður á hjólabretti. Hann var feng- inn á sýninguna til að sýna dá- semdir Sony 4K myndbandsupptöku- vélarinnar sem á að henta vel því fólki sem er sjaldan kyrrt á sama stað lengi í einu. AFP Fyrir þá sem eru á ferð og flugi, til dæmis í ræktinni eða á hlaupum, þurfa heyrnartólin að haldast kirfi- lega föst á höfðinu. Monster Inc. kynnti iSport- heyrnartólin sem eru hugsuð einmitt fyrir líkams- ræktina. Melomind frá fyrirtækinu myBrain Technologies er ekkert venjulegt höfuðfat. Það lítur út eins og nokkurs konar hjálmur og er búið elektróðum sem mæla heilastarfsemi og flytja upplýsingar um hana í smáforrit sem hægt verður að fá fyrir snjallsíma með Android, Windows og iOS stýri- kerfi. Notandi getur til að mynda fylgst með sveiflum í líðan og ef streitan verður of mikil leik- ur höfuðfatið róandi tónlist til að lægja öldurnar. AFP AFP Samsung kynnti CycloneForce, pokalausa ryksugu með skynjurum. Miklar framfarir hafa orðið á undanförum árum í þróun ryksuga og skynjarar virðast vera það sem koma skal, í stað þess að sá sem brúkar tækið stýri því með handafli. 11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Ég segi ungu fólki að teygja sig til stjarn-anna. Og ég get ekki ímyndað mér betri leiðtil þess en að finna eitthvað upp. Stephanie Kwolek Solo2 Verð:32.990.- Studio 2.0 Verð:49.990.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.