Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 12
Guðmundur Sigvaldasonsagði nýverið upp starfisínu sem sveitarstjóri í Hörgárbyggð. Hann hefur sinnt starfinu í níu ár og segir tímabært að breyta til. Hann hættir þó ekki strax og hefur ekki ráðið sig í ann- að starf. „Í haust verða 35 ár síðan ég byrjaði í þessum geira; hjá Fjórð- ungssambandi Norðlendinga árið 1980: sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi öllu, frá Langanesi vestur í Hrútafjörð.“ Árið 1983 varð Guðmundur sveit- arstjóri í Stokkseyrarhreppi. „Ég veit ekki um neinn framkvæmda- stjóra sveitarfélags í dag sem var í þessu hlutverki þá. Á þeim mæli- kvarða er ég elstur, en það var stutt í þann næsta; Sigurður Valur Ásbjarnarson, sem nú er bæjar- stjóri í Fjallabyggð, hóf störf 1984 og hann hefur verið sveitar- eða bæjarstjóri síðan. Ég hef hins veg- ar fengist við ýmislegt á þessum árum,“ segir Guðmundur þegar Sunnudagsblað Morgunblaðsins kíkir í kaffi á skrifstofu sveitar- félagsins í Þelamerkurskóla. Guðmundur stýrði sveitarfélag- inu Skagaströnd í fjögur ár, frá 1986 til 1990, en hætti þá í sveit- arstjórnarmálum og tók við starfi framkvæmdastjóra heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri. „Sextán árum síðar og fjórum kjör- tímabilum varð ég sveitarstjóri hér í Hörgárbyggð, sveitarfélags sem hafði orðið til fimm árum áður við sameiningu Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps.“ Síðar bættist Arnarneshreppur við. Auknar kröfur Sveitarfélagið er víðfeðmt: „900 ferkílómetrar, ef það segir fólki eitthvað, og annað stærsta sveitar- félag í Eyjafirði á eftir Eyjafjarð- arsveit. Við erum miklu stærri en Akureyri, en hin hlið málsins er að hér er fámennt.“ Hann segir ekki hægt að komast af með minna en tvo til þrjá starfs- menn á skrifstofu sveitarfélags með allt að þúsund íbúum, því verkefnin séu ærin. „Fastur kostn- aður verður því ekki lægri en sem því nemur og eftir því sem sveitar- félagið er fámennara dreifist kostn- aður við reksturinn á færri.“ Hann segir kröfur íbúanna til þjónustunnar ekki síst skipta máli. „Á meðan kröfur eru í samræmi við getuna er þetta í lagi en ég held að almennt séu kröfur um þjónustu hins opinbera að aukast, þar á meðal sveitarfélaganna. Í kringum kosningar er algengt að bætt sé í en það skiptir miklu máli að menn haldi aftur af sér. Hér áð- ur björguðu menn sér vel, sér- staklega í sveitinni vil ég meina; ætluðust ekki til mikils af öðrum, voru með sitt bú og heimili og björguðu sér um flesta hluti.“ Guðmundur segist hafa á tilfinn- ingunni að kröfur fólks um þjón- ustu hins opinbera aukist með tím- anum. „Ég hef orðið var við pínulitla breytingu í þessa átt en kröfur hér eru alls ekki meiri en annars staðar.“ Guðmundur segir á margan hátt erfitt að reka lítið sveitarfélag. „Hér búa 600 manns sem er alveg á mörkunum að gangi upp. Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að sveitarfélög með innan við 500 íbúa eigi sér tæplega rekstrargrundvöll, að minnsta kosti ekki til lengri tíma.“ Fari svo að Hörgárbyggð sam- HÖRGÁRBYGGÐ Við fórum víða, fóturinn og ég GUÐMUNDUR SIGVALDASON, SVEITARSTJÓRI Í HÖRGÁRBYGGÐ Í EYJAFIRÐI, KOM FYRST AÐ SVEITARSTJÓRNARMÁLUM FYRIR NÆRRI 35 ÁRUM EN HEFUR REYNDAR FENGIST VIÐ ÝMISLEGT ANNAÐ LÍKA SÍÐAN. GUÐMUNDUR VARÐ FYRIR MIKLU ÁFALLI ÞEGAR HANN VEIKTIST OG TAKA VARÐ AF HONUM HÆGRI FÓTINN FYRIR SLÉTTUM TVEIMUR ÁRUM. Guðmundur Sigvaldason á skrif- stofu Hörgárbyggðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 * Je suis Charlie – Ég er Charlie. Algengasta setning vikunnar, notuð til að mótmælamorði öfgamanna á blaðamönnum franska háðtímarits- ins Charlie Hebdo og lýsa yfir stuðningi við málfrelsiLandið og miðinSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND HÚSAVÍK Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings hefur samþykkt að taka þátt í tilraunaverkefni með fyrirtækinu Rootopia eh um birkip turnar verða alls 450, hv pprót. SKAGAFJÖRÐUR afni Skagfirð m gömul hús rinn má sjá á heimasíðu gsskjalasafn.ska afjordur.is - þ i enn lokið. Á vefnum má m.a. Lindargötu 13 (Erlendarh sta íbúðarhúsið sem enn stendu talið byggt á tímabilinu 18 77. Einnig um Læknishúsið (Skógarg Gúttó (Skógargötu 11) og lla Nova (Aðalgötu 23). B P v H h h þ a verslunarhúsnæði Kaupfé B) við Egilsgötu í Borgarnesi ns. Hótel hans er hinum meg Húsnæðinu var breytt í íb árið 2000 en húsið hefur síðasta áratuginn. Í húsinu til 115 fermetrar sem ver tilbúnar í vor. HVAMMSTANGI Ingvar Óli Sigursson, sem er 12 ára, hefur verið útnefndur mað rsins á Norðurlandi vestra af lesendum blaðsins Feykis. Hanná rrétt við þegar móðir hans fékk heilablæðingu á heimili þehá áí júlí. Mæðginin voru ein heima þegar atvikið átti sér stað, yngsta bróður Ingvars sem þá var 3 ára. var ÓliIng er s Hvammi á Barðaströnd og jörns GunnlaugSigurðar B AKRANES Helgi Ólafur Jakobsson var valinnVestlendingur ársins 201 efið er út í Borgarsins Skessuhorns sem g si, fékk langflestbæjarskóla á Akrane mendum hans, níu ára drengur, b fa sins og hljóp m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.